Húnavaka - 01.05.2010, Side 185
H Ú N A V A K A 183
lét verkin tala, heill og trúr jafnt í stóru sem smáu, traustur maður í sjón og
reynd. Starfskrafta sína helgaði hann heimili sínu og fjölskyldu og sveitinni
sinni kæru sem hann var sprottinn úr, var góður sonur sveitar sinnar og héraðs,
ræktaði garðinn sinn vel, eftir öðru sóttist hann ekki. Að eðlisfari var
Guðmundur félagshyggjumaður og alla ævi trúr uppruna sínum og þeim
lífsgildum sem hann nam í foreldrahúsum. Þar fékk hann veganestið sem best
dugði honum ævina á enda.
Síðustu tvö árin dvaldi Guðmundur á heimili Svanhildar dóttur sinnar á
Sauðárkróki en hugurinn þó jafnan heima í Sölvatungu og þangað fóru þau
feðgin hvenær sem tækifæri gafst.
Guðmundur lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 91 árs að aldri.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 21. nóvember en jarðsett var í
Bergsstaðakirkjugarði.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Ragnar Ingi Tómasson,
Blönduósi
Fæddur 8. september 1946 – Dáinn 18. nóvember 2009
Ragnar fæddist á Blönduósi. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Ragnar
Jónsson frá Blönduósi, f. 1903, d. 1986 og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir frá Bakka
í Svarfaðardal, f. 1903, d. 1969. Systur Ragnars eru: Kristín Bergmann, f.
1926, Nanna, f. 1932 og Ásta Heiður, f. 1935.
Eiginkona Ragnars var Steinunn Anna Guð-
munds dóttir frá Hofsósi, f. 21. september 1946.
Þau giftust 14. október árið 1967. Foreldrar
Önnu eru Guðmundur Steinsson, f. 1921, d.
1993 og Stefanía Jónsdóttir f. 1925. Börn Ragn-
ars og Önnu eru þrjú: Guðmundur St., f. 1969.
Synir hans eru Ragnar Darri, f. 1993, móðir Nína
Margrét Pálmadóttir f. 1970 og Gylfi Steinn, f.
1996, móðir Lilja Dögg Gylfadóttir, f. 1974.
Tómas Ingi, f. 1973. Sunna Apríl, f. 1981. Dóttir
hennar er Indíana Ósk Ríkharðsdóttir, f. 2003.
Barnsfaðir Ríkharður Kolbeinsson.
Ragnar Ingi ólst upp á Blönduósi og bjó þar
alla ævi ef frá eru talin síðustu tvö árin sem hann
bjó í Reykjavík. Ragnar Ingi stundaði nám í bifvélavirkjun og starfaði við það
um skammt skeið hjá Vélsmiðju Húnvetninga eftir útskrift 1967. Eftir það hóf
hann störf hjá Samvinnufélögunum á Blönduósi og starfaði þar óslitið til
ársins 2004, lengst af hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga sem fulltrúi
framkvæmdastjóra og síðar hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Eftir það starfaði
hann um tíma hjá Húnakaupum og hjá Blönduósbæ. Ragnar Ingi var ritari
bæjarstjórnarfunda Blönduósbæjar um margra ára skeið. Ragnar Ingi og