Húnavaka - 01.05.2010, Side 188
H Ú N A V A K A 186
Júlíus Arason Fossdal var fæddur á Akureyri 1.
nóvember 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 11. september 2005 og var útför
hans gerð frá Akureyrarkirkju hinn 23. september
það ár.
Foreldrar Sigríðar voru hjónin Guðrún Hálf-
dánardóttir og Sigurður Árni Sigurðsson. Systir
Sigríðar, Halldóra, er látin en aðrar systur hennar
eru Anna Sigrún og Regína Þorbjörg. Hálfsystkini
Sigríðar eru Gunnar Skjóldal, Ingimar Snorri
Karlsson og þau Stefán, Anna Guðrún, Baldvin
og Sigurður Árni Sigurðarbörn.
Foreldrar Júlíusar voru Þorgerður Lilja
Jóhannes dóttir, fædd 1899, dáinn 1974 og Ari
Leó B. Fossdal, fæddur 1907, dáinn 1965. Al bræð-
ur Júlíusar eru: Sigurður og Jóhannes Foss dal.
Bróðir hans samfeðra var Hannes Arason.
Sigríður sleit barnsskónum í foreldrahúsum á
Akureyri, gekk þar í skóla og tók sín fyrstu skref á
vinnumarkaðinn. Júlíus ólst einnig upp í for-
eldrahúsum á Akureyri. Árið 1948 hófu þau
sambúð og settu upp sitt fyrsta heimili á Akureyri.
Þau bjuggu á Suðurnesjum 1954-1967, þar
starfaði Júlíus m.a við veitingarekstur og þar rak
hann einnig sína eigin verslun. Þá fluttu þau til
Hólmavíkur og bjuggu þar til ársins 1970. Þar
vann Júlíus sem deildarstjóri hjá Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar. Árið 1970 flytja þau til Akureyrar og var Júlíus hótelstjóri á
Hótel Akureyri í fjögur ár eða þar til hann fór að vinna hjá Kaupfélagi
Húnvetninga á Blönduósi sem deildarstjóri. Einnig rak hann bílaleigu í nokkur
ár á Blönduósi.
Júlíus og Sigríður bjuggu á Blönduósi allt þar til Júlíus lést. Rúmu ári seinna
flutti Sigríður til Akureyrar og bjó þar til dauðadags.
Júlíus kom þannig víða við á vinnumarkaðnum og þótti ávallt liðtækur og
góður starfsmaður hvar sem hann var. Ung kona vann Sigríður í verksmiðju
Gefjunar á Gleráreyrum. Um tíma starfaði hún við þvotta á Hótel Akureyri
og einnig var hún um skeið starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi.
Börn Sigríðar og Júlíusar urðu alls ellefu: Erna, gift Jóni Stefánssyni, Þorgerður
Lilja, eiginmaður hennar er Baldur Ragnarsson, Árnína Guðrún, hennar
maður, Kristmundur Stefánsson, er látinn, Ingibjörg Elísa, gift Þórði Sverris-
syni, Ósk, hennar maður er Páll Gestsson, Bjarnheiður Júlía, eiginmaður
Björn Torfason, Sigríður, gift Ólafi Gunnari Ívarssyni, Ari Björn, kvæntur
Ingibjörgu Ólafsdóttur, Jóhannes, hann lést árið 1982. Kona hans var Inga
Dóra Konráðsdóttir, Birkir Þór, eiginkona María Hafdís Kristinsdóttir og
Einar Óli, kvæntur Sigríði Helgu Sigurðardóttur.