Húnavaka - 01.05.2010, Page 191
189H Ú N A V A K A
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2009.
Janúar.
Hæglát vetrartíð var fyrstu daga
ársins. Mikið rigndi aðfaranótt 7. og
tók upp snjó á láglendi, hiti 7 stig að
morgni. Ég fór með rútunni suður í
Mosfellsbæ þennan dag, ár og lækir á
leiðinni suður kolmórauðir. Versta
veður, rok og rigning frá Borgarnesi
suður fyrir Hvalfjarðargöng. Logn og
blíða í Kollafirði og Mosfellsbæ.
Snjólétt í byggð og meinhæg veður
áfram. Rokhvasst var síðdegis 22. á
Blönduósi og hálka víða, olli þó ekki
slysum. Milt 23.-25. Mikil héla á jörð
og þriggja stiga frost 26. Aftur kominn
snjór á láglendi 27. Bætti á snjóinn
aðfaranótt 28. Dró í skafla og frost fór
í 10 stig 30. Allhvasst norðvestan og
lít ið skyggni 31., frost 9 stig um kvöld-
ið.
Febrúar.
Þegar birti 1. febrúar sá fagurlega
til snævikrýndra Strandafjalla og naut
sólar svo sem unnt er á þessum árs-
tíma. Frostakaflinn hélst til 12. febrúar.
Frostið þessa daga fór einum fimm
sinnum í 14 stig á mæli hér við eldhús-
gluggann minn. 13. febrúar komst hiti
í 5 stig og tók upp snjó svo „sebra-
flekkótt“ var út að líta. Þann 14. hafði
þó fryst um nóttina. Aftur hlánaði 15.,
rigndi og hiti fór í 6 stig. Þann 16.
hvessti og stórrigndi um kvöldið.
Smáskúrir og 6 stiga hiti 17. Vorblíður
dagur, alautt í byggð, hiti 5 stig 18.
Gráhvítt út að líta 19. og suð vestan
strekkingur, eins stigs frost. Snjó léttur
og stórviðralaus leið febrúar.
Mars.
Þrjá fyrstu daga marsmánaðar
snjóaði drjúgt bæði hér og víðar um
land, jafnvel svo að varað var við
snjóflóðahættu á Vestfjörðum. Hvessti
og skóf hressilega hér í nágrenni að
kvöldi 3., næstu daga kyrrlátt vetrar-
ríki. Norðaustan hríðarveður 8. Snjóa-
lög þóttu nú slík að færu að minna á
1995. Væg vetrartíð 9. og 10. Kaldast
á landinu 11 stig á Sauðárkróki aðfara-
nótt 11. mars. Hiti komst hér í sjö stig
er leið á dag. Aftur kólnaði 12.-13.
Hálka sögð í Langadal og þungfært á
Þverárfjalli 14. Kominn stór skafl á
heimreiðina hér að Kagaðarhóli.
Stinnings suðvestan gola að kvöldi
15., hitastig við frostmark og úrkomu-
laust. Mildir næstu dagar. Það gekk á
skaflana. Þann 20. hiti 7 stig og 8 stig
21. Ég sá tvær álftir. Aftur kólnaði
held ur 22. og 23. og bætti á snjó til
fjalla þó tæki upp á láglendi um há -
daginn. Enn kólnaði heldur 26.-28.
Norðan hríð og skafrenningur 29. og
frost 8 stig. Um kvöldið stormur. Hríð-
ar garg og sólskinsstundir skiptust á
30. og 31., frost frá níu stigum að
morgni 30. til frostmarks að kvöldi
31.
Fréttir og fróðleikur