Húnavaka - 01.05.2010, Page 206
H Ú N A V A K A 204
nafni hins síðarnefnda og var Húna-
kaup hf. afskráð í árslok. Nær allir
stærri hluthafar í Húnakaupum hf.
seldu sín hlutabréf í félaginu og fengu
greitt fyrir þau með hlutabréfum í
Ámundakinn ehf. Á lokastigum í
sameiningarferlinu var þeim ein-
staklingum, sem áttu hlut í Húna-
kaupum hf., boðið að selja félaginu
sína hluti gegn greiðslu í peningum.
Gengu 42 hluthafar að því tilboði en
16 færðu sína hluti yfir í Ámundakinn
ehf. og eru boðnir velkomnir í hlut-
hafa hóp félagsins. Nú eru hluthafar í
Ámundakinn ehf. 64 að tölu og nafn-
verð hlutafjár rúmlega 147 milljónir
króna.
Stígandi ehf., sem nú er hlutdeildar-
félag Ámundakinnar ehf., gekk í gegn-
um fjárhagslega endurskipulagningu
á árinu. Um tíma átti Ámundakinn
ehf. um 85% hlutafjár í félaginu en
síðla árs keypti félagið H1 ehf. rúmlega
helming hlutafjár í Stíganda ehf. og er
hlutur Ámundakinnar ehf. nú um
þriðjungur.
Við samruna Húnakaupa hf. við
Ámundakinn ehf. fluttust eignarhlutir
félagsins í Vilkó ehf. og Búr ehf. til
félagsins og er Ámundakinn ehf. með
stærsta eignarhlutann í Vilkó ehf.
Afkoma félagsins og tengdra félaga
var afleit árið 2008 en hefur færst til
betri vegar á árinu 2009 og þrátt fyrir
efnahagsáföllin er eiginfjárstaðan já -
kvæð og eiginlegur rekstur skilar hagn-
aði. Stjórn félagsins leggur áherslu á
að lækka skuldir og auka tekjur með
því að afla fleiri leigjenda og nýta bet-
ur húseignir félagsins. Hafa nokkur
verkefni komið til skoðunar í því
sambandi, þó ekki hafi ennþá orðið af
framkvæmdum.
Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri.
SAH Afurðir ehf.
Rekstur SAH Afurða ehf. gekk til
muna betur árið 2009 en árið á undan.
Fjármagnskostnaður lækk aði mikið,
þótt enn sé hann alltof hár og afkoma
rekstrar fyrir fjármagns liði batnaði
einnig umtalsvert. SAH Afurðir veltu
ríflega 1.380 milljónum króna sem er
mikil aukning frá árinu á undan.
Nokkur aukning varð í slátr un
nautgripa og hrossa og eru SAH
Afurðir nú fjórði stærsti sláturleyfishafi
landsins, á eftir Stjörnugrís, Sláturfélagi
Suðurlands og Norðlenska, þegar mið-
að er við heildarslátrun allra kjöt-
tegunda.
Enn varð mikil aukning í sölu
aukaafurða ýmiss konar. Greinilegt er
að meðan gengi íslensku krónunnar er
svo lágt sem raun ber vitni eru íslenskir
sláturleyfishafar vel samkeppnisfærir á
þessum markaði, jafnvel þótt megnið
af þessum vörum fari á fjarlæga mark-
aði, s.s. til Kína. Á vegum SAH Afurða
ehf. voru flutt út um 1.000 tonn af
ýms um afurðum og var kjöt og kjöt-
vörur um helmingur þess magns.
Verð á nautgripakjöti, folaldakjöti
og hrossakjöti til bænda hefur ekki
hækk að í nokkur misseri og þar sem
bændur þurfa nú sjálfir að sjá um
flutning á sláturgripum hefur orðið
raunlækkun frá mars 2008.
Öðru máli gegnir hins vegar um
verð á dilkakjöti, hækkaði verð til
bænda um 10% frá fyrra ári og um
20% haustið 2008. Því hefur verð
dilkakjöts hækkað um 30% til bænda
á meðan veruleg lækkun hefur orðið á
raunverði nautgripa- og hrossakjöts.
Því miður eru markaðsaðstæður með
þeim hætti að ekki hefur tekist að