Húnavaka - 01.05.2010, Page 208
H Ú N A V A K A 206
höndum saman um að vinna gegn
inngöngu í ESB og tryggja þannig
tilverurétt dreifbýlisins og þess
atvinnulífs og mannlífs sem þar þrífst.
Rekstur SAH Afurða efh. er erfiður
svo sem flestra íslenskra fyrirtækja.
Eig endur, stjórnendur og starfsfólk
hafa fullan hug á að tryggja áfram-
haldandi rekstur félagsins svo það
verði áfram öflugt fyrirtæki í þjónustu
bænda. Mikilvægt er að bændur,
héraðsbúar og aðrir viðskiptavinir
standi þétt að baki félaginu og tryggi
þar með tilveru þess, því forsenda
búsetu er öflugt atvinnulíf.
Sigurður Jóhannesson,
framkvæmdastjóri.
STARFSEMI SÝSLUMANNSINS
Á BLÖNDUÓSI.
Almennt.
Miklar sparnaðarráðstafanir voru
gerð ar í ríkisrekstri í framhaldi af efna-
hags hruninu haustið 2008 og var
sýslumannsembættinu, á sama hátt og
öðrum stofnunum dómsmálaráðuneyt-
is ins, gert að skera verulega niður
rekstrar útgjöld en embættinu tókst
halda sig innan fjárheimilda á árinu
með góðu samstarfi við starfsfólk
þess.
Regluleg starfsemi.
Regluleg starfsemi embættisins var,
að teknu tilliti til hagræðingar kröfu
fjárveitingavaldsins, að öðru leyti með
hefðbundnum hætti. Starfs menn
sýsluskrifstofunnar voru sex auk
sýslumanns og löglærðs fulltrúa. Í
eðlilegu árferði er gert ráð fyrir sjö
fastráðnum lögreglumönnum en
framan af ári og í lok ársins var lög-
regluliðið einungis mannað með sex
lögreglumönnum. Til taks voru jafn-
framt fimm héraðslögreglumenn í
tilfallandi verkefni.
Innheimtumiðstöð sekta og
sakarkostnaðar / IMST.
Starfsemi IMST fer fram á efstu
hæð stjórnsýsluhússins að Hnjúka-
byggð 33, Blönduósi, ásamt sýslu skrif -
stofunni og eru starfsmenn IMST
samtals 12. Húsnæðið var lagað að
þörf um starfseminnar. Um er að ræða
opið starfssvæði og því mikil persónu-
leg samskipti milli starfsmanna en slíkt
hefur reynst vel við samræmingu
verklags. Starfsfólkið aðstoðar þannig
og styrkir jafnframt hvert annað við
úrlausn álitamála sem upp koma og
samlegðaráhrif eru mikil með annarri
innheimtu ríkissjóðsgjalda. Ráðinn
var löglærður fulltrúi til IMST til
stuðnings og undirbúnings á viðtöku á
nýjum verkefnum sem hafa verið til
skoðunar um nokkurt skeið.
Þann 8. desember 2009 var gerður
samn ingur við Fjármálaeftirlitið/
FME um að IMST tæki að sér
innheimtu á dagsektum, févítum og
stjórnvalds sektum sem álagðar eru af
FME, svo og sáttargerðir og sáttaboð
sem FME gerir við einstaklinga og
lögaðila.
Áfram var unnið að gerð verkferla
og samninga við Vinnumálastofnun
um endurkröfur á ofgreiddum bótum
fæðingarorlofssjóðs og atvinnuleysis-
tryggingasjóðs og um endurkröfur á
ofgreiddum bótum Trygginga stofn un-
ar ríksins. Þessi verkefni eru til kom in
vegna átaksins sem fylgdi störf um og
styrkjum svokallaðrar „Norð vestur-
nefndar“ sem var skipuð þann 4.
janúar 2008 af þáverandi for sætisráð -
herra, Geir Haarde, um leiðir til að
styrkja atvinnulíf og samfélag á
Norðurlandi vestra.