Húnavaka - 01.05.2010, Page 211
209H Ú N A V A K A
þar út af veginum og lést þar kona
sem var farþegi í bifreiðinni.
Mikið bar á umræðu um sameiningu
stofnana og embætta hjá ríkisvaldinu
á árinu og þar var lögreglan ekki
undanskilin. Erfitt var þó að henda
reiður á því hvert væri stefnt og í lok
ársins var það jafnvel enn óljósar en
áður. Boðaðar voru miklar sameining-
ar á embættum sýslumanna og lögregl-
unnar og aðskilnaður á milli þeirra en
víðast hvar eru þetta sömu embættin.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI A-HÚN.
Heimsóknir á skjalasafnið hafa
verið 93 á þessu ári sem er nokkuð
gott en alltaf er hægt að bæta við.
Reynt hefur verið eftir fremsta megni
að verða við öllum fyrirspurnum,
bæði í formi símhringinga og tölvu-
pósta. Keyptar hafa verið nokkrar
bækur en einnig hafa safninu verið
gefin eintök.
Eftirtaldir færðu safninu skjöl og
myndir árið 2009:
Valgerður Ágústsdóttir, Blönduósi.
Grunnskólinn á Blönduósi.
Anna Hinriksdóttir, Reykjavík.
Þórhildur Ísberg, Blönduósi.
Ása Jóhannsdóttir, Reykjavík.
Þorlákur Axel Jónsson, Akureyri.
Stefán Hafsteinsson, Blönduósi.
Sigurjón Guðmundsson, Blönduósi.
Hjördís Líndal, Reykjavík.
Valgarður Hilmarsson, Blönduósi.
Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, Skagaströnd.
Kristófer Sverrisson, Blönduósi.
Páll Þórðarson, Sauðanesi.
Lárus Jóhannsson, Reykjavík.
Héraðsbókasafnið.
Krákur, Blönduósi.
Svala Runólfsdóttir, héraðsskjalavörður.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Opnunardagar safnsins voru 125
og skráðir safngestir voru 2.572 sem
er fjölgun frá fyrra ári. Auk hefð-
bundinna útlána er safnið með milli-
safnaþjónustu þar sem hægt er að fá
bækur frá öðrum bókasöfnum og hafa
m.a námsmenn svæðisins notað þessa
þjónustu í auknum mæli. Útlán á
hljóðbókum og aðgangur að inter net-
inu er líka í boði.
Fjölbreyttar og skemmtilegar uppá-
komur voru á safninu og má til dæmis
Framtíðarlögga. Ljósm.: Árni Geir.