Húnavaka - 01.05.2010, Side 212
H Ú N A V A K A 210
nefna tvo bókamarkaði, m.a. á Húna-
vökunni, báðir voru mjög vel sóttir og
mikið seldist.
Einnig var haldið ljóðakvöld á að -
ventunni þar sem Þórhallur Barðason
las upp ljóð, bæði frumsamin og eftir
aðra höfunda.
Katharina Schneider, forstöðu mað -
ur safnsins, fór í fæðingarorlof í desem-
ber og var þá Therése Möller ráðin í
afleysingar.
Útlán á árinu urðu sem hér segir:
Útlán 2009 2008
Barnabækur 672 709
Skáldverk 2401 2251
Flokkabækur 1439 1750
Hljóðbækur og
önnur safngögn 255 196
Samtals: 4767 4906
Skráð aðföng 2009 2008
Barnabækur 29 54
Skáldverk 63 74
Flokkabækur 54 59
Hljóðbækur og
önnur safngögn 1 7
Samtals 147 194
Einnig kaupir safnið fjölbreytt úrval
af tímaritum og kiljum.
Nú er verið að tölvuvæða Héraðs-
bókasafnið, bæði hvað varðar skrán-
ingu safnkosts og útlánakerfið. Að
hluta til er útlánakerfið rafrænt, allar
nýjar bækur eru strikamerktar og eldri
safnkosturinn kemur líka inn í það
kerfi smátt og smátt. Á árinu var keypt-
ur strikamerkjaprentari til að auðvelda
tölvuskráningu gagna í bókasafnskerfi
Gegnis en með því verður safnið hluti
af landsneti Gegnis.
Stefanía Garðarsdóttir.
FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Félagsstarfs aldraðra á
Blönduósi var með nokkuð hefð-
bundnu sniði árið 2009. Starfsemin,
sem er á vegum Blönduósbæjar, fer
fram í kjallara Hnitbjarga og þar
vinna fjórar konur í hlutastörfum, þær
Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, for -
stöðumaður, Þorbjörg Bjarnadóttir,
Sig þrúður Friðriksdóttir og Valdís
Finnbogadóttir.
Þeir sem nýta sér þjónustu félags-
starfsins eru öryrkjar og fólk, 60 ára
og eldra, sem er búsett á Blönduósi.
Að auki er Húnavatnshreppur með
aðild að félagsstarfinu svo íbúar
hrepps ins geta einnig nýtt sér þjónust-
una.
Starfsárið 2009-2010 voru um 50
manns sem mættu þá daga sem félags-
starfið er opið á mánu dögum og
fimmtudögum kl. 14-17.
Það er margt sem hægt er að gera
sér til dundurs í félagsstarfinu. Reglu-
lega mæta um 20 manns til að spila
og þá sérstaklega vist og bridge. Fyrir
þá sem vilja rækta listrænar hliðar er
fjölmargt í boði og ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Til
dæmis hefur verið afar vinsælt að
mála postu lín, þæfa ull, prjóna og
sauma út. Þá eru alltaf einhverjir
sem sauma búta saum, vinna með
keramik og mála.
Félagsstarfinu fylgir ekki bara
handa vinna og spil heldur er einnig
heilmikið félagslíf í kringum starfið.
Fólkið hér hefur verið í góðu sambandi
við sambærilegt starf á Hvammstanga,
bæði fengið vinaheimsóknir sem og
farið þangað. Þá eru „litlu jólin“
haldin í desember áður en farið er í
jólafrí og árleg sýning á vinnu vetrarins
er haldin á uppstigningardag, á degi