Húnavaka - 01.05.2010, Page 219
217H Ú N A V A K A
sumarið 2009 á aldr in-
um 16 til 20 ára. Alls
voru 29 unglingar við
vinnu á stöðinni og
verkefnin fjöl mörg.
Nokkur námskeið
voru fyrir ung ling ana,
t.d. öryggisnámskeið í
upp hafi vinnu, skyndi-
hjálparnámskeið, bruna-
varnarnámskeið og
jafningja fræðslu nám-
skeið.
Unglingarnir vinna
alla jafna að um-
hverfismálum í og við
stöðina, slá og hirða lóðina umhverfis
allt svæðið, setja niður trjáplöntur en
settar voru niður 1500 stórar plöntur
þetta sumarið. Þá þarf að þrífa allt
hátt og lágt, stöð sem starfsmannahús
og önnur hús svæðisins.
Ellefu verkefni voru unnin sem
tengjast verkefninu Margar hendur
vinna létt verk. Verkefnin tengdust öll
meira eða minna náttúruvernd og
umgengni við náttúruna.
Ýmsar uppákomur voru hjá ung-
lingunum, haldinn var fjölskyldudagur
þar sem farið var í leiki, verið með
skemmtiatriði og grillað að lokum. Þá
fóru unglingarnir á fótboltamót suður
á land og kepptu þar við vaska ung-
linga frá öðrum vinnustöðum
Landsvirkjunar. Lentu okkar sum ar -
vinnu krakkar í öðru sæti. Einnig voru
reyndar keilukúnstir í keilu höll inni á
Akureyri
Sumarunglingarnir sjá um að taka
á móti öllum gestum sem heimsækja
okkur yfir sumarmánuðina. Gesta-
móttakan var opin í júní, júlí og ágúst
frá kl. 13-17. Margir gestir heimsóttu
stöðina á síðasta ári, skoðuðu nýja
sýningu BASKA um afdrif Reyni-
staðabræðra á Kili og fengu sér kaffi
og kleinur.
Guðmundur R. Stefánsson, stöðvarstjóri.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU.
Segja má að starfsemi Heim ilis iðn-
aðarsafnsins hafi verið með líku sniði
og undanfarin ár. Hátt á fjórða þúsund
manns heimsótti safnið í fyrra.
Sumarsýning safnsins „Hring eftir
hring“ var stórglæsileg. Um var að
ræða samsýningu þriggja listakvenna,
þeirra Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur,
Rósu Helgadóttur og Kristveigar
Hall dórsdóttur. Sýningin var sam-
starfs verkefni Heimilis iðnaðarsafnsins
og Handverks og Hönnunar. Sýning in
hafði beina skírskotun til þema mál-
þings ins sem haldið var haustið 2008
í tilefni 135 ára fæðingarafmælis
Hall dóru Bjarnadóttur. Um það bil
130 manns voru við opnun sýn ing-
arinnar. Geta má þess að sumar -
sýn ingarnar standa uppi nánast allt
árið.
Ýmiss konar rannsóknarvinna átti
sér stað í safninu en í þeim tilfellum
heimsóttu sérfræðingar safnið og
Líf og fjör við Blöndustöð.