Húnavaka - 01.05.2010, Page 220
H Ú N A V A K A 218
unnu að rannsóknum sem tengdust
verkefnum þeirra. Þá sinnti safnstjóri
margskonar heimildaöflun, einkum
fyrir nemendur á efri skólastigum og
fer slíkum erindum fjölgandi.
Skólaheimsóknir nemenda frá
grunnskólum héraðsins er árlegur
viðburður í starfsemi safnsins.
Þá er, eftir því sem tími og fjár-
munir leyfa, unnið að skrán ingu og
forvörslu safn muna.
Haldin voru tvö námskeið í
þjóðbúningasaumi í safninu sem sótt
voru af konum héðan úr héraði og
Skagafirði. Þá var einnig boðið
uppá nokkur stutt námskeið,
svokölluð ör nám skeið, þ.e.
námskeið sem taka aðeins
örfáar klukkustundir í senn. Er
þá miðað við að kenna
grunnatriði í margskonar
handa vinnu.
Á síðastliðnu vori var endur-
útgefin bókin Vefnaður á
íslensk um heimilum á 19. öld
og fyrri hluta 20. aldar sem
Halldóra Bjarna dóttir tók
saman og kom út árið 1966.
Heimilis iðnaðar safnið á
útgáfuréttinn og stóð fyrir
endurútgáfu bókarinnar en
hún hafði verið ófáanleg um
langa hríð.
Bókin er sígilt og metnaðar-
fullt grundvallarrit um vefnað og
listhneigð Íslendinga, auk þess
að vera ómetanleg heimild um
heimil in og starfskilyrði þeirra á
19. öld og fyrri hluta 20. aldar.
Markmið endurútgáfunnar er
að halda á lofti mikilvægum
hluta íslensks menningararfs og
miðla honum til kom andi kyn-
slóða en miðlun menn ing ar -
arfsins er eitt af hlutverkum
Heimilis iðnaðarsafnsins samkvæmt
skipulagsskrá þess.
Eins og venja er til var fjölmenni á
Safnadaginn og á Húnavöku en þá
sýna konur handbrögð fyrri tíma í
tóvinnu, hannyrðum, vefnaði, hekli,
gimbi og knippli svo eitthvað sé
nefnt.
Alexandra Chernyshova, dívan
okkar hér á Norðurlandi, setti svip
sinn á hátíðardaga safnsins í sumar
með yndis legum söng sínum. Þessa
daga er gestum boðið uppá kaffi og
kleinur að gömlum sveitasið.
Frá opnun sumarsýningar 2009. Talið frá vinstri:
Elín S. Sigurðardóttir forstöðumaður, Elín Ósk
Magnúsdóttir og Margrét Arna Vilhjálmsdóttir
safnverðir sumarið 2009. Mynd: Sigurður
Jóhannesson.
Frá opnun sumarsýningar 2009. Ragnheiður
Þorsteinsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Hlíf
Sigurðardóttir. Mynd: Jón Sig.