Húnavaka - 01.05.2010, Page 222
H Ú N A V A K A 220
skólasetur á Blönduósi í textílfræðum
og hafísfræðum sem bæði hafa aðsetur
í Kvennaskólanum. Birna Krist jáns-
dóttir, MFA, sérfræðingur í textíl fræð-
um, var ráðin til Hóla og stefnt er að
nánu samstarfi Textílseturs og há -
skólans um að efla rannsóknir og
menntun í textílfræðum.
Menntun og fræðsla felst í því að
hafa í boði námskeið fyrir fagfólk jafnt
sem almenning á sviðum textíls og
handverks. Námskeið hafa verið reglu-
lega í boði 2-5 daga í senn og henta
því vel þeim sem hafa komið úr hér-
uðum norðvestanlands. Þau hafa verið
vel sótt.
Í febrúar 2009 var fyrsta námskeiðið
haldið. Það var í roð- og leðurvinnu í
umsjá Signýjar Ormarsdóttur, fata-
hönnuðar og menningarfulltrúa Aust-
ur lands. Samstarf var við Sjávarleður
á Sauðárkróki en þar fer m.a. fram
sútun á roði sem hefur reynst einstakur
efniviður fyrir handverksfólk og fata-
hönnuði. Námskeið ið sóttu áhuga- og
hand verks konur en mikill áhugi er á
roð- og leðurvinnu og mörg tækifæri
til vinnslu á því í nytja- og listmuni.
Námskeið í þæfingu var haldið í sam-
starfi við Ístex og var það
einnig fjölsótt. Sigrún
Indriða dóttir, hand verks-
kona og bóndi, leið beindi á
því námskeiði. Nokkr ir nem-
end anna nýttu sér vel þekk-
inguna sem þeir áunnu sér
og framleiddu muni til að
selja í handverkshúsi Textíl -
seturs síðastliðið sumar.
Þrisvar á ári, í febrúar,
júní og október, eru haldin
lengri námskeið í anda
Skals handavinnuskólans í
Danmörku þar sem áhuga-
samir geta komið saman
fjarri amstri hversdags ins og setið við
hannyrðir frá morgni til kvölds í því
einstaka umhverfi sem er í Kvenna-
skólanum.
Í júní var fyrsta lotunámskeiðið af
þeim toga. Námskeiðin voru í samstarfi
við Heimilisiðnaðarskólann, Ístex og
Skógrækt ríkisins. Kennt var að knipla
úr ullarþræði og baldýring, aðferðir
sem tilheyra handverkinu á þjóð-
búningum kvenna. Hrefna Aradóttir
handverkskona kenndi konum og
börnum að tálga úr ferskum viði á
námskeiði í samstarfi við Skógrækt
ríkisins. Einnig var kennt prjón og
prjónahönnun í samstarfi við Ístex.
Námskeiðin stóðu yfir í 5 daga og
voru þau fullskipuð. Þátttakendur
nutu einstakrar veðurblíðu alla dagana
og því var setið fram eftir á löngum,
björtum kvöldum í góðum félagsskap
á bökkum Blöndu í grennd við fjöl-
skrúðugt fuglalífið.
Lotunámskeiðin haustið 2009 voru
einnig mjög vel sótt, þar var áhersla
lögð á prjón í margvíslegum myndum
en einnig hekl, gimb og spuna.
Námskeiðin voru haldin í samstarfi
við hannyrðaverslunina Nálina.
Frá opnun sumarsýningar 2009. Alexandra
Chernyshova söngdíva. Mynd: Jón Sig.