Húnavaka - 01.05.2010, Page 223
221H Ú N A V A K A
Jó hanna Pálmadóttir handavinnu-
kennari kenndi að spinna á halasnældu.
Mikil áhersla var lögð á að skoða
nýjungar í prjóni og þá fræðslu og
tengslanet prjónara á internetinu sem
hefur blómstrað á síðustu árum.
Frá því í október 2008 hefur prjóna-
kaffið í Kvennaskólanum verið vett-
vangur þar sem heimafólk hittist
reglulega. Á fyrsta kvöldi mættu yfir
60 konur til að hlýða á erindi og
fróðleik Guðjóns Kristinssonar og
Védísar Jónsdóttur frá Ístex. Sagt var
frá og rætt um mikilvægi þess að
hirða vel um þessi verðmæti sem
íslenska ullin er og möguleikunum á
nýtingu hennar í band, kembur, lopa,
hönnun af hvers kyns toga og til
útflutnings. Prjónakaffi Textílseturs
hafa verið haldin reglulega síðan og
boðið upp á fjölbreyttan fróðleik.
Fulltrúar frá Hannyrðaversluninni
Kompunni á Sauðárkróki, Quilt búð-
inni á Akureyri, verslununum Nálinni
og Storkinum í Reykjavík og Sunneva
Hafsteinsdóttir frá Handverki og
Hönnun hafa verið meðal gesta. Þá
hafa heimakonur sagt frá og leiðbeint,
t.d. í þæfingu og prjóntækni og er
óhætt að segja að þessi vettvangur,
prjónakvöldin, hafi orðið skemmti-
legur og fróðlegur viðburður fyrir
hann yrðaunnendur.
Eitt af verkefnum Textílseturs er að
efla framleiðslu á og koma á framfæri
vönduðu handverki sem söluvöru.
Síðastliðið sumar var opnað hand-
verkshúsið, Búsílag, lítið hús sem
komið var fyrir í nágrenni við upp lýs -
inga miðstöð ferðamanna í Brautar-
hvammi. Í handverkshúsinu voru til
sölu jafnt valdir hönnunargripir og
handverk úr héraði sem og víðar af
landinu. Á komandi sumri verður Bús-
ílag í húsnæði Kvennaskólans. Afar
hentugt og aðgengilegt rými er í kjall-
ara hússins í þeim enda sem snýr að
Heimilisiðnaðarsafninu og því mun
skapast áhugaverður kjarni fyrir gesti
og ferðalanga.
Umbætur á húsnæði Kvennaskólans
hafa staðið yfir undanfarið hálft ár og
miðast þær við að húsnæðið standist
nútímakröfur er varðar aðgengi,
öryggis mál og allan aðbúnað. Eru þær
breytingar teiknaðar af Guðrúnu
Jónsdóttur arkitekt og í samráði við
Húsafriðunarnefnd. Styrkir af fjár lög-
um og frá sveitarfélögunum hafa feng-
ist til þessara framkvæmda.
Tíðarandinn hefur orðið hvatning
til þess að byggja upp og auka starfsemi
á sviði textíls á hinum fjölbreyttasta
vettvangi. Spennandi og fjölbreytt
verkefni marka tímana framundan og
við Textílsetrið er stefnt ákveðið að
markmiðum þeim sem efla textíl-
menntun og textílvitund landsmanna.
Ásdís Birgisdóttir, framkvæmdastjóri.
HAFÍSSETRIÐ Á BLÖNDUÓSI.
Sunnudaginn 30. ágúst var síðasti
opnunardagur Hafíssetursins á Blöndu-
ósi en fyrsti opnunardagur var 2. júní.
Um það bil 1.700 gestir heim sóttu
Hafíssetrið í sumar og er það yfir 50%
aukning frá 2008. Að sóknin var mest
í júlí og var meirihluti gest-
anna Íslendingar. Uppstoppaða hvíta-
birnan, sem kom í setrið í vor, hefur
vakið sérstaka athygli og einnig þær
breytingar sem gerðar voru á setrinu
þar sem reynt var að höfða meira til
barna og ungmenna. Hægt var að
ráðast í þessar framkvæmdir vegna
þess að Hafíssetrið fékk styrk frá Ferða-
málastofu og Menningarráði Norður-
lands vestra. Efnt var til sam keppni
um nafn á hvítabirnunni og vann Ívar