Húnavaka - 01.05.2010, Side 227
225H Ú N A V A K A
Í febrúar var opnuð nautaeldisstöð
á Hesti í Borgarfirði og var efnt til
ferðar þangað í samvinnu við kúa-
bændur í Húnaþingi vestra. Þá var
farið í árlega menningarreisu í lok
mars, ferðinni var heitið í Eyjafjörð,
samlagið á Akureyri var skoðað, einn-
ig fjós að Garði, ísgerð að Holtsseli í
Eyjafjarðarsveit og að síðustu var
komið við í Bústólpa á Akureyri. Alls
staðar fengum við höfðinglegar mót-
tökur. Fjósverk voru í seinna lagi þetta
kvöld.
Í desember var haldin uppskeru-
hátíð búgreinafélaganna og tókst hún
vel í alla staði. Félagið hefur staðið
fyrir veitingu verðlauna á þessu kvöldi.
Í samanlögðum verðefnum, þ.e.
prótein og fitu, stóð búið á Stein-
nýjarstöðum hæst, þá fengu bændurn-
ir þar, Steinar og Linda, verðlaun fyrir
afurðarhæstu kúna. Einnig fengu Elín
og Jóhannes á Torfalæk verðlaun fyrir
hæst dæmdu kúna og þyngsta nautið
til innleggs kom frá Magnúsi og Höllu
í Miðhúsum.
Árið 2009 er fyrsta starfsár mjólkur-
framleiðanda í A-Hún. þar sem við
leggjum inn okkar mjólk á Akureyri.
Hefur það samstarf gengið vel og
höfum við notið snjóléttra vetra eftir
að mjólkurflutningar hófust norður.
Framleiddir voru 4.031.562 lítrar,
meðalfita var 4,15 og prótein 3,34.
Innleggjendur voru 31. Mjólkur fram-
leiðslu var hætt á Grund í Svínadal
um áramót. Ábúendur á Auðólfsstöð-
um, Blöndudalshólum, Brandaskarði
og Steinnýjarstöðum fengu verðlaun
fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk 2009.
Eftirtaldir 10 innleggjendur lögðu
inn flesta lítra af mjólk á árinu
2009:
Brúsi ehf., Brúsastöðum ....... 287.435
Huppa ehf., Höskuldsstöðum 285.188
Steinar og Linda,
Steinnýjarstöðum .................. 212.503
Auðólfsstaðabúið ................... 209.267
Páll Þórðarson, Sauðanesi ..... 183.135
Magnús Björnsson, Syðra Hóli 180.694
Brynjólfur Friðriksson,
Brandsstöðum ...................... 176.965
Magnús Sigurðsson, Hnjúki .. 165.275
Baldvin Sveinsson, Tjörn ...... 161.776
Óskar Ólafsson, Steiná ......... 157.276
Kristófer Sverrisson lauk sínum
starfs ferli hjá MS nú um áramótin
eftir áratugastarf við mjólkurstöðina.
Stjórn Félags kúabænda í A-Hún
skipa: Magnús Sigurðsson, Hnjúki,
Jóhannes Torfason, Torfalæk, Gróa
Lárusdóttir, Brúsastöðum, Jens Jóns-
son, Brandaskarði og Linda Björk
Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum.
Magnús Sigurðsson.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ NEISTI.
Árið 2009 var mikið og öflugt starf
unnið í Hestamannafélaginu Neista.
Kaffi morgnar voru á hverjum laugar-
dagsmorgni í reiðhöllinni fram á vor
þar sem fólk kom saman og skiptist á
skoðunum yfir kaffibolla og meðlæti.
Fyrsti fundur Æskulýðsnefndar inn-
ar, vegna reiðþjálfunar þennan vetur-
inn, var 21. janúar. Um 50 börn voru
skráð á námskeið vetrarins sem má
teljast mjög gott miðað við íbúa-
fjölda.
Reiðkennarar voru Sigurbjörg
Sigur björnsdóttir og Sandra Marín.
Helga Thoroddsen kennari, verkefnis-
stjóri og höfundur knapamerkjanna
við Hólaskóla, hélt fyrirlestur um
tilgang og markmið knapamerkjanna.