Húnavaka - 01.05.2010, Page 228
H Ú N A V A K A 226
Mót og sýningar.
Stórsýningin var haldin 28. mars
en fyrir hana var mikill undirbúningur
hjá krökkunum. Byrjendur sýndu
Strumpaatriði sem fólst í því að krakk-
arnir sýndu jafnvægisæfingar á hest-
baki við lag strumpanna, Marg arena
og foreldrar teymdu undir þeim
Húnvetnska liðakeppnin var haldin
bæði á Blönduósi og á Hvammstanga.
Liðsstjóri var Ólafur Magnússon.
Unga fólkið fór í heimsókn til Þyts á
Hvamms tanga og tók þátt í móti sem
var til undirbúnings fyrir Æskan og
hest urinn á Akureyri í maí.
Félagsmót Neista, sem átti að halda
á Hnjúkatjörninni á árinu, varð að
færa inn í reiðhöllina þar sem ísinn
var ekki nógu traustur.
Ís-landsmótið á Svínavatni var hald-
ið í blíðskaparveðri og aðsóknin er
alltaf að aukast. Er mótið orðið með
þeim stærstu sem haldið er í hesta-
íþróttinni á landinu.
Stórsýning húnvetnskra hesta-
manna var haldin í mars en þá átti
reiðhöllin 10 ára starfsafmæli. Ákveðið
var að gera góða sýningu og hafa
hana að degi til þar sem börnin skipa
orðið stórt hlutverk í hestaíþróttinni.
Eitt atriði á sýningunni hét 6-60 en
þar var yngsti knapinn 6 ára og elsti
60 ára. Tilgangurinn með þessu var
að sýna að þetta er fjölskylduíþrótt og
sýndi að þau yngri eru enn að nema
hjá foreldrum sínum. Þegar komið var
að unglingunum var spurning hver
kenndi hverjum. Æskulýðsnefndin
veitti Hörpu Birgisdóttur viðurkenn-
ingu á þessari hátíð fyrir góðan
árangur og framfarir á árinu 2008
sem knapi ársins í unglingaflokki.
Sú nýbreytni var í vetur að hafa
Grunnskólamót Norðurlands vestra í
hestaíþróttum. Mótið var haldið í
samstarfi við hestamannafélögin Létt-
feta, Stíganda, Svaða og Þyt. Flestir
skólar á Norðurlandi vestra tóku þátt
en keppt var í þremur aldurs flokkum.
Krakkarnir söfnuðu stigum fyrir
skólann sinn. Haldin voru þrjú mót og
farið með þau milli staða.
Vorferð Neista var farin í lok maí.
Lagt var af stað frá reiðhöllinni, riðinn
góður hringur um næsta nágrenni og
að lokum voru veitingar í reiðhöllinni.
Nokkir félagsmenn fóru í heimsókn í
leikskólann Barnabæ með hesta og
buðu börnunum á hestbak þar sem
teymt var undir þeim,
Kvennareið var farin, komu um 30
konur að Stóru-Borg í Húnaþingi
vestra, riðu yfir Hópið og að Þing-
eyrum þar sem grillað var í frábæru
veðri. Einnig tóku karlarnir sig til og
voru með karlareið eftir endilöngu
Svínavatni. Veður var frábært og um
20 manns tók þátt.
Sumarstarfið.
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í
höndum Neistamanna eins og
undanfarin ár. Teymt var undir
börnunum í reiðhöllinni, útsýnisflug,
andlitsmálning, blöðrusala o.fl.
Skrúðgangan lagði af stað frá SAH
Afurðum og að félagsheimilinu þar
sem Jón Kristófer Sigmarsson stjórn-
aði hátíðardagskrá. Að lokum var
vöfflukaffi og bíósýning í boði
Blönduósbæjar. Svörtu sauðirnir léku
svo á kvöldskemmtun í félagsheimilinu
fyrir börn og unglinga.
Neista var boðið að vera með
fánareið á Húnavöku sem er bæjar-
hátíð Blönduósbúa. Fannst félaginu
eðlilegast að hafa æskuna þar fremsta
í flokki þar sem æskulýðsstarfið var
búið að vera mjög svo öflugt í vetur og
sjálfsagt að sem flestir fengju að sjá