Húnavaka - 01.05.2010, Síða 233
231H Ú N A V A K A
gert það að verkum að þeir aðilar
sem flutt hafa inn timbur leita nú
í auknum mæli eftir íslensku
timbri. Staðan er þó þannig að
alltof lítið er til af skógi í landinu
til að anna eftirspurn og staðfestir
þar með þann málflutning skóg-
ræktar manna í gegnum árin að
Ís lend ingar verða að stórauka
skóg rækt ætli þeir sér að anna
innan landsþörf fyrir timbur. Í
sumar var gróðursett milljónasta
plantan á Silfra stöðum í Skaga-
firði. Á sama tíma gróð ur setti
stjórn Norðurlands skóga tíu
milljónustu plöntu Norður lands-
skóga.
Gróðursetning í A-Hún.
Í A-Hún. er búið að gróðursetja
rúmlega 1,4 milljónir plantna á
þessum 10 árum. Langmest hefur
verið sett niður af rússalerki eða yfir
600 þúsund plöntur. Þá kemur
ilmbjörkin næst með um helming af
lerkinu. Af stafafuru er búið að setja
niður um 120 þúsund trjáplöntur.
Þessar þrjár tegundir telja ríflega
milljón plöntur og verða því mjög svo
ráðandi í A-Hún. eftir nokkur ár.
Plönturnar hafa einnig verið gróð-
ur settar í skjólbelti og er mest af víði-
runnum gróðursett í skjólbelti.
Alls hafa verið gróðursettar 37
tegundir af trjáplöntum. Tegundir af
barrtrjám eru 12, af lauftrjám eru 12
tegundir og nokkuð af víði og ýmsum
öðrum tegundum. Tæp milljón eru
barrtré og tæp hálf milljón eru lauftré.
Þó stór hluti barrtrjáa sé lerki (lerkið
fellir barrið að hausti) verður nokkuð
stór hluti þessara framtíðarskóga
grænn yfir að líta allt árið um kring.
Nú eru 12 jarðir í A-Hún. með
samning við Norðurlandsskóga. Innan
samninga eru 972 ha og þar af er
búið að gróðursetja í um 509 ha.
Land undir 400 metrum í A-Hún. er
talið vera 145.928 ha. Fimm prósent
þess eru því um 7.300 ha en það er
eitt af markmiðum Norðurlandsskóga
að gróðursetja í um 5 % af landi und-
ir 400 metrum í landshlutanum.
Páll Ingþór.
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
Á BLÖNDUÓSI.
Eins og ávallt er nóg um að vera í
Grunnskólanum á Blönduósi, bæði á
vor- og haustdögum. Fyrir utan hefð-
bundið skólastarf, sem er væntanlega
svipað og gengur og gerist í öðrum
grunnskólum, má nefna íþróttadag
skólans, sumarskemmtun, árshátíð,
að ventudag foreldrafélagsins, vor-
sýningu, útihátíð, litlu jólin, skreyt-
ingardaginn, öskudaginn, grímuball ið,
heimsóknir skálda og tónlistarmanna,
þemadaga, vor daga, leik sýn ingar,
þorra blót, o.fl. o.fl.
Um alla þessa viðburði er hægt að
lesa daglega á vef skól ans http://
blonduskoli.is/ sem aðstoðar skóla-
Yrkjuverkefni hjá 4. bekk í Vatnahverfi.
Ljósm.: Páll Ingþór.