Húnavaka - 01.05.2010, Page 236
H Ú N A V A K A 234
inu. Þá mættu þarna líka fræðslustjóri,
bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar,
formaður fræðslu nefndar, formaður
foreldrafélagsins og fleiri. Gekk hóp-
urinn um á milli stöðvanna og fékk
stutta kynningu á því hvað var í gangi
á hverjum stað. Átti þessi hópur svo
fund með skólastjórnendum og fræðslu-
stjóra í Kvennaskólanum. Þar var
kynnt verk efnið Tökum saman hönd-
um sem í vor fékk verðlaun Heimilis
og skóla og fengu gestirnir að spyrja
þau spjör unum úr um verkefnið. Sam-
kvæmt Sigríði aðstoðarskólastjóra
voru gest irnir mjög áhugasamir og
forvitnir um verkefnið. Var þetta því í
alla staði hinn ágætasti dagur.“
(Margrét Ás gerður 10. bekk)
Heilsuvika.
Heilbrigð sál í hraustum líkama var
þemavika sem haldin var í mars.
Mataræði, hollusta og hreyfing voru í
fyrirrúmi þessa daga og voru
nemendur út um allan bæ að vinna.
Yngstu nemendurnir fóru m.a. í
heilsuskrúðgöngu um bæinn og héldu
heilsupartý. Miðstigið vann með
mataræði, andlega og líkamlega heilsu
og endaði á sundlaugarpartýi. Nem-
endur í 6. til 10. bekk unnu saman í
blönduðum hópum sem hver um sig
fékk ákveðna gönguleið til að ganga
og vinna síðan frekari upplýsingar
um. Unnið var með upplýsingar um
staðhætti, náttúrufar, hús, fyrirtæki og
stofnanir og margt fleira.
Árshátíð.
Þemavikunni lauk með árshátíð
skólans sem var hin glæsilegasta. Voru
skólastýrurnar að rifna úr stolti yfir
þessum frábæru nemendum sem voru
skólanum til mikils sóma. Sigurvegari
Blönduvision þetta árið var Guðbjörg
Þorleifsdóttir 9. bekk. Nemendur 8.-
10. bekkjar sáu nánast alfarið um
framkvæmd og undirbún ing árs hátíð-
arinnar með örlítilli aðstoð frá kenn ur-
um. Ráðist var í uppsetn ingu á
söng leiknum Fame undir leik stjórn
Jófríðar Jónsdóttur og Hrefnu Ara-
dótt ur aðstoðarmanns. Sviðs- og tækni-
menn, sem komu úr röðum nem enda,
spiluðu stórt hlutverk í þessari
uppfærslu enda mikil áhersla lögð á
ljós- og hljóðvinnu.
Á árshátíðinni kom í ljós að dans-
kennsla á mið- og unglingastigi, sem
kennarar skólans sáu um í heilsu-
vikunni, hafði slegið í gegn og dansaði
hver sem betur gat.
Keppnir.
Sú skemmtilega tilviljun átti sér
stað að keppni í okkar riðli í Skóla-
hreysti var akkúrat í heilsuvikunni.
Liðið okkar náði glæsilegum árangri,
hreppti 3. sætið í sínum riðli með 40
stig og má geta þess að í þremur af
fimm greinum vorum við í einhverju
af fjórum efstu sætunum. Elísa H.
Hafsteinsdóttir var í 2. sæti í arm-
beygjum, Hilmar Þór Kárason náði
3. sætinu í dýfum og Kristinn J.
Snjólfsson og Margrét Á. Þorsteins-
dóttir náðu 4. sæti í hraðabrautinni.
Þáttakendur í uppfærslunni á söngleiknum
Fame.