Húnavaka - 01.05.2010, Side 244
H Ú N A V A K A 242
VALLABÓL Í HÚNAVATNSHREPPI.
Í byrjun árs voru 8 börn í leikskól-
anum Vallabóli en í byrjun júní voru
þau orðin 15. Tvær deildir eru á Valla-
bóli; Vinaból og Bangsaból. Skóla -
starfið var með hefðbundnum hætti
en leikskólinn starfar samkvæmt
aðalnámskrá leikskóla.
Börnin á Vallabóli fóru einu sinni í
viku í sund. Í september var börnunum
skipt í tvo hópa, eldri og yngri. Elstu
nemendur Barnabæjar á Blönduósi
komu líka í sund hálfsmánaðarlega
með eldri hópnum.
Meira samstarf var milli Vallabóls
og Barnabæjar. Elstu nemendur Valla-
bóls komu á mánudögum í Barnabæ
og gerðu ýmislegt skemmtilegt með
elstu nemendum Barnabæjar en þau
eru 8 í báðum skólunum.
Nokkrar leiksýningar voru á árinu.
Nemendur Húnavallaskóla buðu á
leikritið Greppikló, Kamilla og
þjófurinn var sýnt í Blönduósskirkju
og einnig var farið í Félagsheimilið á
Blönduósi þar sem við sáum Alla
Nalla og tunglið. Síðasta leikrit ársins
var í Barnabæ og hét Strákurinn sem
týndi jólunum.
Nemendur tónlistarskólans komu
nokkrum sinnum í heimsókn og
spiluðu fyrir leikskólakrakkana. Það
fannst öllum mjög skemmtilegt.
Ýmislegt annað var brallað á árinu
og því aðeins stiklað á stóru í þessum
pistli.
Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri.
HÚSHERJI EHF.
Verktakafyrirtækið Húsherji ehf.
var stofnað í nóvember árið 1999 af
þeim Bjarka Kristjánssyni húsasmíða-
meistara frá Stóradal og Lúðvík
Matthíassyni athafnamanni í Reykja-
vík. Markmiðið með stofnun félagsins
var alhliða verktakastarfsemi, kaup og
sala ásamt útleigu fasteigna. Hlutafé
félagsins var 6 milljónir króna.
Reksturinn gekk ágætlega fyrsta
árið, starfsmenn voru 4 talsins og sá
Bjarki um framkvæmdahliðina en
Lúðvík um daglegan rekstur.
Árið 2001 skildu leiðir, Bjarki keypti
hlut Lúðvíks og var með þeim við skipt -
um orðinn eini eigandi Hús herja.
Eftir að Bjarki var orðinn alráður í
fyrirtækinu fór hugurinn að leita
heim í sveitina. Fyrst í stað tók
Húsherji að sér verk í Húnaþingi á
sumrin og má þar nefna sökkul og
haughús undir fjós og geldneytahús
á Brúsastöðum í Vatnsdal, viðbygg-
ingu við fjós á Hnjúki í Vatnsdal,
grunn og byggingu á gistihúsi á Hofi í
Vatnsdal og síðar einnig byggingu á
fjárhúsi á Hofi. Önnur verkefni voru
viðbygging við Áfangafellsskála,
hesthús í Brekku koti, starfsmannahús
á Hveravöllum, hest hús á Hólabaki
og margt fleira. Ásamt þessu tók
fyrirtækið að sér verkefni í Reykjavík
yfir veturinn.
Árið 2007 ákvað Bjarki ásamt unn-
ustu sinni, Erlu Gunnarsdóttur, að
flytja að Svínavatni í Húnavatns-
hreppi. Stærstu verkefni Húsherja það
ár voru hesthús á Hólabaki og við-
bygging við íbúðarhúsið í Brekkukoti.
Árið 2008 byggði Húsherji fjárhús í
Stóradal ásamt utanhúsklæðningu á
íbúðarhúsnæði á Stóra-Vatnsskarði.
Helstu verkefni á árinu 2009 voru
endurnýjun á íbúðarhúsi og útihúsum
í Austurhlíð í Blöndudal, vinna við lóð
leikskólans Vallabóls að Húnavöllum,
gluggaskipti á Húnavöllum, viðbygging
við Öldumóðuskála á Grímstungu-
heiði og klæðning á íbúðarhúsi í Finns-
tungu.