Húnavaka - 01.05.2010, Page 248
H Ú N A V A K A 246
LIONSKLÚBBUR
BLÖNDUÓSS
50 ÁRA.
Föstudaginn 8. maí 2009 fagnaði
Lionsklúbbur Blönduóss fimmtugs-
afmæli sínu. Klúbburinn var stofnaður
á Hótel Blönduósi sunnudaginn 3.
maí 1959. Stofnfélagar voru alls 21.
Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu Her-
mann Þórarinsson sparisjóðsstjóri sem
var formaður, ritari var Haraldur Jóns-
son símstöðvarstjóri og gjaldkeri var
Ólafur Sverrisson kaupfélags stjóri.
Fimmtíu ár í sögu þjóðar eru ekki
löng en í sögu áhugafélagsskapar er
það talsvert langur tími. Stjórnin
ákvað á síðastliðnum vetri að ráðast í
útgáfu vandaðs afmælisblaðs sem
dreift yrði ókeypis um allt starfssvæði
klúbbsins. Blaðið kom svo út nokkrum
dögum fyrir afmælið. Einnig ákvað
stjórnin að láta gera borðfána í tilefni
afmælisins er félagar fengju að gjöf.
Afmælisfagnaður klúbbsins var síð-
an haldinn, eins og áður var sagt, 8.
maí í sal Harmonikkufélags A-Hún.,
að Þverbraut 1, Blönduósi en klúbbur-
inn hafði þar fundaraðstöðu veturinn
2008 til 2009. Veislustjóri var Bjarni
Stefánsson sýslumaður. Til þessa fagn-
aðar voru boðnir, ásamt mökum, Dan-
íel B. Björnsson fjölumdæmisstjóri og
Árni V. Friðriksson umdæmisstjóri.
Veislugestir voru um 70. Þátttakend ur
í þessu með okkur voru félagar í
Lionsklúbbi Skagastrandar en þeirra
klúbbur varð fimm ára um þessar
mundir. Lionsklúbbur Blönduóss er
móðurklúbbur Lionsklúbbs Skaga-
strandar. Veturinn 2008 til 2009 voru
23 félagar skráðir í Lionsklúbbi
Blöndu óss.
Síðan afmælishátíðin var haldin
hafa tveir stofnfélagar fallið í valinn
með stuttu millibili. Báðir voru þeir í
klúbbnum til dauðadags. Þessir menn
voru Jón Ísberg fyrrverandi sýslumað-
ur og Stefán Á. Jónsson Kagaðarhóli.
Þriðji Lionsfélaginn lést einnig í sum-
ar, Torfi Jónsson Torfalæk. Allir þessir
menn voru virkir og traustir félagar.
Stjórn klúbbsins var þannig skipuð
2008 til 2009; Stefán Hafsteinsson,
formaður, Sigurjón Guðmundsson
ritari og Gísli J. Grímsson gjaldkeri.
Sigurjón Guðmundsson.
LÉTTITÆKNI EHF.
Árið 2009 fór mjúkum höndum
um Léttitækni. Nokkrum vöruflokkum
var bætt við innflutninginn, s.s aukið
úrval af skápum, t.d. í starfsmanna-
rými, verkfæraskápar og lyklaskápar.
Alltaf er nokkuð um sérsmíði, oft
þar sem fram hefur farið mikil
hugmyndavinna áður en besta lausnin
Sigurjón Guðmundsson ritar fundargerð.