Húnavaka - 01.05.2010, Page 260
H Ú N A V A K A 258
Var það mjög ánægjuleg stund og þau
kvöddu okkur með söng.
Kór eldri borgara æfði sem fyrr
undir stjórn Kristófers í Köldukinn og
við undirleik Óla Björnssonar einu
sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Kór-
inn sá um messusöng á degi aldraðra
á uppstigningardag, 21. maí, í Blöndu-
óss kirkju. Ræðumaður dagsins var
einnig úr kórnum, Sigríður Höskulds-
dóttir á Kagaðarhóli. Kirkjusókn var
góð þennan dag. Þá fór kórinn í heim-
sókn til Hvammstanga í lok starfsins
eða 29. maí. Við sungum í Nestúni
fyr ir hóp aldraðra við mjög góðar
undir tektir. Síðan var sest að veislu-
borði. Frábærar móttökur og vel heppn-
uð ferð.
Að venju sungum við fyrir vistmenn
og sjúklinga á Heilbrigðisstofnuninni.
Það var gert 15. desember. Þar eru
alltaf þakklátir áheyrendur. Einnig
söng kórinn nokkur lög í Samkaupum
18. desember.
Seint í október dundi áfallið yfir.
Undirleikarinn okkar, Óli Björnsson,
varð bráðkvaddur að heimili sínu og
æskuvinkona Kristófers, Lollý, lést
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Óli var búinn að vera undir-
leikari kórsins frá stofnun hans 2002
og er þar skarð fyrir skildi. Þá vorum
við kórfélagar oft búnir að njóta gest-
risni Lollýjar og Kristófers, bæði hér
fyrir norðan og ekki síður á heimili
hennar fyrir sunnan.
Stjórn félags eldri borgara er nú
þannig skipuð:
Sigurjón Guðmundsson, formaður.
Guðmundur Sigurjónsson, varaform.
Kristófer Kristjánsson, ritari.
Kristín Ágústsdóttir, gjaldkeri.
Alda Friðgeirsdóttir, meðstjórnandi.
Sigurjón Guðmundsson formaður.
STÍGANDI EHF.
Árið 2009 var viðburðaríkt í sögu
Stíganda ehf. enda áttu sér stað miklar
breytingar í byggingariðnaði og tengd-
um greinum í kjölfar ofþenslu undan-
genginna ára. Félagið fór ekki varhluta
af gríðarlegum samdrætti í greininni
og var um fjórðungs samdráttur í
veltu milli ára sem þó er mun minna
en samdráttur í byggingariðnaði á
lands vísu.
Félagið lagði sem fyrr stund á sér-
smíði innréttinga og innihurða enda
prýðilega búið til þess arna hvað tæki
og þekkingu varðar. Undanfarin ár
hefur þessi afurð einkum verið seld til
höfuðborgarsvæðisins en á árinu 2009
varð sprenging í sölu innréttinga á
heima markaði í Húnaþingi. Þá hóf
félagið að smíða líkkistur að nýju eftir
nokkura ára hlé.
Ennfremur tók Stígandi að sér
marg vísleg verkefni við mannvirkja-
gerð og viðhald mannvirkja í héraði.
Stærstu verkefni félagsins voru bygging
sundlaugar á Blönduósi, endurbætur
á Kvennaskólanum og uppsteypa
gáma svæðis fyrir sorphirðu.
Starfsmenn voru að meðaltali tæp-
lega 20 talsins sem er nokkru færra en
á undanfarandi árum. Undir lok árs
keypti félagið H1 ehf. meirihluta hluta-
fjár í Stíganda af Ámundakinn ehf.
Eigendur H1 ehf. eru starfsmenn
Stíganda, þeir Einar Kolbeinsson
fram kvæmdastjóri og Þorgrímur
Pálma son verkstjóri.
Einar Kolbeinsson framkvæmdastjóri.