Húnavaka - 01.05.2010, Page 261
259H Ú N A V A K A
Vaxtarsamningur Norðurlands
vestra tók til starfa á árinu 2008. Mark-
mið samningsins er að efla atvinnulíf
á Norðurlandi vestra með því að
byggja á þeim styrkleikum sem fyrir
hendi eru. Samningnum er ætlað að
stuðla að samstarfi, einkum í anda
klasa og áherslusviðin eru tvö: Annars
vegar menntun og rannsóknir og hins
vegar ferðaþjónusta og menning. Styrkjum
er úthlutað tvisvar á ári, í fyrsta sinn
haustið 2008. Flest verkefni teygja sig
þó inn á tvö eða fleiri almanaksár. Hér
á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir
þeim verkefnum sem hlutu styrkloforð
á árunum 2008 og 2009 og geta að
hluta eða öllu leyti talist austur-
húnvetnsk.
Á Hveravöllum er unnið að upp-
byggingu ferðaþjónustu og endur-
skipulagningu hennar í takti við nýja
og breytta tíma. Vaxtarsamningurinn
hefur komið að málefnum Hveravalla,
m.a. í samstarfi við SSNV Atvinnu-
þróun. Af hálfu VNV hefur verið
hvatt til aukins samstarfs allra þeirra
er vinna að ferðaþjónustu á og um -
hverfis Kjöl og að því er unnið, m.a. í
samráði við Vaxtarsamning Suður-
lands og Vestmannaeyja.
Félagið, Landnám Ingimundar
gamla, hefur þann tilgang að efla
þekkingu á húnvetnskri sögu og gera
hana aðgengilega fyrir ferðafólk jafnt
sem heimamenn. Frá árinu 2003 hefur
verið unnið að verkefninu Á slóð
Vatnsdælasögu og VNV studdi félagið
vegna útgáfu sögukorts með skýringum og
merkingum sögustaða.
Vatnsdæla á refli er verkefni sem
aðstandendur Útsaums í sveitinni hafa
ýtt úr vör. Það snýst um að gera Vatns-
dælu skil á nýstárlegan en þó gamlan
hátt með útsaumuðum refli og skapa
um leið störf í ferðaþjónustu. Þetta
verkefni er náskylt hinu fyrr nefnda
enda er annar helsti samstarfs aðilinn
Landnám Ingimundar gamla. Auk
þess kemur Textílsetur Íslands að því
og leitað hefur verið samstarfs við
Listaháskólann.
Á Textílsetri Íslands er unnið að
uppbyggingu ýmiss konar starfsemi,
til dæmis námskeiðahaldi, sem var meðal
annars skipulagt í samstarfi við ferða-
þjónustuaðila á Blönduósi. Vaxtar-
samningurinn studdi við þessa þróun
á árinu 2009.
Á Blönduósi er unnið að undir-
búningi Hins íslenska laxaseturs. Starfið
er leitt af hugmyndasmiðnum Ölvu
Kristínu Ævarsdóttur en að því koma
einnig Norðurlandsdeild Veiði mála-
stofnunar, Hólaskóli - Háskólinn á
Hólum og Landssamband veiðifélaga,
auk Blönduósbæjar. Vaxtarsamningur-
inn hefur stutt verkefnið, m.a. með
ýmiss konar ráðgjöf.
Selasetur Íslands á Hvammstanga
hefur forgöngu um rannsóknaverk efn-
ið Wild North sem snýst um sjálfbæra
þróun náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Verk-
efnið er unnið í samstarfi margra aðila
og meðal þeirra Sveitarfélagið Skaga -
strönd sem nýtur við það full tingis
Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skaga-
strönd vann, ásamt sínum samstarfs-
aðilum, að tveimur verkefnum. Fyrst
ber að nefna frumathugun á útbreiðslu og
líffræði beitukóngs í Húnaflóa. Markmiðið
er að komast að því hvort beitukóng
sé að finna í veiðanlegu magni í Flóan-
um. Litið er til reynslu Breiðfirðinga