Húnavaka - 01.05.2010, Page 262
H Ú N A V A K A 260
og helstu samstarfsaðilar BioPol eru
Vör-sjávarrannsóknasetur við Breiða-
fjörð og Sægarpur í Grundarfirði, auk
útgerðarfyrirtækisins Víkur á Skaga-
strönd.
Áhugi á ræktun kræklinga í flóum
og fjörðum Íslands fer vaxandi. Jón
Örn Stefánsson, fiskeldisfræðingur á
Blönduósi og starfsmenn BioPol hafa
unnið að forathugun á möguleikum krækl-
inga eldis við Húnaflóa. Þriðji aðilinn í
því samstarfi er SJ útgerð á Skaga-
strönd.
Þessu til viðbótar má nefna að
haustið 2009 fékk BioPol vilyrði fyrir
stuðningi VNV við rannsóknir á ástandi
hörpudisks í Húnaflóa, m.t.t. sýkinga. Það
verkefni mun verða unnið í samstarfi
við sérfræðing hjá Tilraunastöð Há -
skóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Markmiðið er að kanna hvort for-
sendur hafi skapast til nýtingar stofns-
ins.
Á Skagaströnd hefur, á vegum
fyrirtækjanna H-59 og MarinAgra,
verið unnið að þróun íblöndunarefna úr
þörungum og habanero chili-pipar. Verk efn-
ið lofar afar góðu og mun að öllum
líkindum skapa nokkur störf á
svæðinu.
Nes listamiðstöð á Skagaströnd
hlaut stuðning við verkefnið Lifandi
list. Það snýst um uppbyggingu sum-
arnámskeiða í listum í tengslum við
listamiðstöðina og voru sex námskeið
haldin á árinu 2009. Verkefnið var í
samstarfi við H-59 á Skagaströnd og
Hólaskóla - Háskólann á Hólum.
Hýruspor er heiti á samtökum um
hestatengda þjónustu á Norðurlandi
vestra. Þátttaka í Hýrusporinu er opin
öll um þeim aðilum á Norðurlandi
vestra er byggja afkomu sína að ein-
hverju leyti á íslenska hestinum. Sem
dæmi má nefna hestaleigur og hrossa-
ræktendur, reiðhallir og tamningamenn
en einnig gististaði og veitingahús.
Hýrusporið var formlega stofnað
snemma árs 2009 og stofnfélagar voru
um 20, þar af sex úr A-Hún. Vaxtar-
samningurinn hefur lagt þessu verkefni
lið frá upphafi, bæði fjárhagslegt og
með ráðgjöf.
Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins, sem
gefin var út á árinu 2006 í tengslum
við undirbúning að Vaxtarsamningi
Norðurlands vestra, var meðal annars
hvatt til uppbyggingar tengslanets kvenna
á svæðinu, að austfirskri fyrirmynd.
Vaxtarsamningurinn kom, ásamt fleiri
aðilum, að stofnun og fyrstu skrefum
Virkju-Norðvesturkvenna. Tengsla net-
inu er m.a. ætlað að styrkja konur í
starfi og félagsmálum og starfssvæðið
er allt Norðurland vestra. Stjórn er
skipuð fimm konum og fulltrúar aust-
ur-húnvetnskra kvenna í hinni fyrstu
eru þær Þórdís Erla Björnsdóttir á
Blöndu ósi og Péturína Laufey Jakobs-
dóttir á Skagaströnd.
Á vegum Markaðsskrifstofu ferða-
mála á Norðurlandi er unnið að fram-
leiðslu DVD-kynningar á Norður landi.
Áætlað er að kynningarmynd þessi verði
um 20 mínútna löng og fjalli um Norð-
urland allt. Vaxtarsamningarnir á
Norðurlandi vestra og Eyjafirði leggja
verkefninu lið.
Hjördís Gísladóttir, framkvæmdastjóri.
SKAGABYGGÐ.
Veðrátta árið 2009 var okkur hag-
stæð eins og síðustu ár hafa verið.
Segja má að núna sé góðviðristímabil
sem gerir tilveruna mun þægilegri en
annars hefði verið.
Íbúar í Skagabyggð voru 106 sam-
kvæmt íbúaskrá Hagstofunnar 1. des-
ember sl. Það er fjölgun um 4 frá