Húnavaka - 01.05.2010, Page 269
267H Ú N A V A K A
endurnærð á sál og líkama eftir
hressilega daga í hópi annarra ferm-
ingarbarna úr Austur- og Vestur-
Húna vatnssýslum og af Vestfjörðum.
Hópurinn úr Skagastrandarprestakalli
var fjölmennasti hópurinn, samtals 19
börn.
Embættisverk sóknarprests Skaga-
strandarprestakalls árið 2009 voru
eftirfarandi:
Skírð voru samtals 16 börn, þar af
voru 4 í Hólaneskirkju, 3 í Hofskirkju,
2 í Höskuldsstaðakirkju, 2 í Þing eyra-
kirkju, 1 í Bergsstaðakirkju og 4 börn
utan Húnavatnsprófastsdæmis.
Fermd voru 16 ungmenni í presta-
kallinu. Þar af voru 9 fermd í Hóla-
neskirkju, 4 í Hofskirkju, 1 í Höskulds-
staðakirkju og 2 í Bergs staðakirkju.
Ein útför var í Skagastrandar-
prestakalli árið 2009 og var hún gerð
frá Hólaneskirkju en sóknarprestur
fram kvæmdi 2 útfarir í Þingeyra presta-
kalli.
Sóknarprestur hefur boðið uppá þá
nýbreytni að hafa viðveru í Hóla-
neskirkju á fimmtudagsmorgnum milli
kl. 9 og 12 sem hefur mælst vel fyrir og
nokkrir hafa nýtt sér. Sóknarprestur
vonar að þessi tími verði í framtíðinni
nýttur enn betur af sóknarbörnum
bæði til spjalls og kaffidrykku sem og
alvarlegri erindagjörða.
Ursula Árnadóttir sóknarprestur.
FRÉTTIR
FRÁ SKAGASTRÖND.
Sjósókn.
Á árinu 2009 gengu fiskveiðar
ágætlega í Húnaflóa og talsvert um að
stærri bátar en áður sæktu á miðin.
Veiðarnar voru stund aðar af línu-
bátum, dragnótabátum og netabátum
en handfærabátar voru fáir. Veiðar
báta í svokölluðu strand veiðikerfi voru
mjög takmarkaðar og voru einungis
stundaðar af 4-5 í skamman tíma.
Línubátarnir stunduðu veiðarnar
mestallt árið og fremur hægt að tala
um að veður og kvótastaða hafi ráðið
sjósókn en að beinlínis væru árs tíða-
bundnar vertíðir á línubátum. Við
línu veiðarnar fer beitning línunnar
bæði fram í landi og einnig eru bátar
með beitningavélar um borð. Aflinn
var eins og undanfarin ár seldur á
fiskmarkaði og fluttur til kaupenda
víða um land nema af þeim bátum
sem eru í eigu fiskvinnslustöðva.
Á árinu bárust 8.807 tonn að landi
í Skagastrandarhöfn en einungis 28%
af þeim afla barst á fyrri helmingi
ársins. Í mánuðunum júlí-desember
bárust hins vegar 6.350 tonn eða 72%
af heildaraflanum.
Aflinn skiptist þannig eftir veiðar-
færum:
Lína ............................... 5.119 tonn
Dragnót ......................... 373 tonn
Grásleppunet ................. 43 tonn
Þorska- og ýsunet .......... 131 tonn
Handfæri ....................... 173 tonn
Botnvarpa/flotvarpa ..... 2.968 tonn
Rækjuvarpa ................... 1 tonn
Sé aflinn skoðaður eftir fiskteg und-
um kemur í ljós að mest er af þorski,
ýsu, karfa og ufsa :
Þorskur ......................... 3.509 tonn
Ýsa ................................. 2.690 tonn
Karfi .............................. 1.162 tonn
Ufsi ................................ 711 tonn
Aðrar tegundir .............. 736 tonn
Hafrún HU 12 og Dagrún ST 12