Húnavaka - 01.05.2010, Page 274
H Ú N A V A K A 272
Ólafsvík, Vík ehf. á Skagaströnd og
Sægarp í Grundarfirði. Veiðarnar
fóru fram í nóvember og desember
2008. Í kjölfar þess var ákveðið að
stunda einnig tilraunaveiðar að sumar-
lagi þar sem veðurlag var talið geta
haft áhrif á niðurstöðurnar. Í júní
2009 voru gildrurnar lagðar aftur,
veiðisvæðin útvíkkuð og framkvæmd
veiðanna breytt lítillega. Trossur voru
lagðar með einnar sjómílu millibili frá
Blönduósi og norður undir Kálfs-
hamarsvík á Skaga. Hlutsýni úr aflan-
um voru tekin í land og hafa þau verið
rannsökuð m.t.t. stærðar, aldurs,
kynþroska og sníkjudýra. Markmið
verkefnisins er að kanna hvort beitu-
kóngur finnst í veiðanlegu magni við
Húnaflóa.
Kræklingaverkefni.
Í byrjun febrúar hóf BioPol ehf., í
samstarfi við Jón Örn Stefánsson fisk-
eldisfræðing, verkefni sem miðar að
vöktun á svæðum á Húnaflóa sem hug-
sanlega væri hægt að nýta til ræktunar
á kræklingi. Settir voru út seltu- og
hitastigsmælar á fjórum stöðum sem
gera mælingar á sírita á 15 mín. fresti.
Um er að ræða tvær stöðvar inni á
Reykj arfirði syðri á Ströndum og tvær
stöðvar innan við Skagaströnd. Jafn-
framt þessu hefur verið farið á hugsan-
leg ræktunarsvæði í hverjum mánuði,
mismunandi oft eftir mánuðum. Í
þessum ferðum hafa verið fram-
kvæmdar frekari mælingar á seltu og
hitastigi, sjóndýpi hefur verið metið
ásamt því að taka sjósýni til að fylgjast
með framvindu svif þör unga, dýrasvifs
og blaðgrænu á mismun andi dýpum.
Niðurstöð ur verk efnisins munu ekki
einungis nýt ast m.t.t. ræktunar á krækl-
ingi heldur einn ig hvað varðar eldi á
öðrum sjávar dýrum.
Þörungaræktun.
Í vor hófst, í samstarfi við Háskól-
ann á Akureyri, tilraunarækt á smá-
þörungum. Markmið þessara tilrauna
er að finna og einangra ófrumbjarga
þörunga úr sjó. Þörungarnir eru af
ættinni Thraustochytriaceae. Þessir þör-
ungar eru meðal frumframleiðenda á
fjölómettuðum fitusýrum í hafinu.
Búið er að einangra nokkra stofna
sem verða rannsakaðir m.t.t. fram-
leiðslu á olíu með fjölómettuðum fitu-
sýrum og litarefnum. Vænta má þess
að þörungarnir framleiði mismikið og
mismunandi olíur.
Þessir þörungar hafa ekki verið
rækt aðir hér á landi svo vitað sé en
víða um heim er byrjað að nota þör-
unga til framleiðslu á iðnaðarstigi, s.s.
í Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýska-
landi.
Hörpudiskur.
Vaxtarsamningur NV hefur veitt
BioPol ehf. og Tilraunastöð HÍ að
Keldum styrk til að rannsaka ástand
stofns hörpuskeljar í Húnaflóa.
Samstarf BioPol ehf. og Tilrauna-
stöðvarinnar að Keldum hófst síðast-
liðið sumar. Um var að ræða athugun
á sýkingarástandi hörpudisks. Hörpu-
diskurinn var sendur að Keldum þar
sem fram fór rannsókn á ástandi
skeljanna m.t.t. sýkingar, þyngdar
vöðva og ástands kynkirtla. Rann-
sóknin gaf vísbendingar um að ástand
stofnsins færi batnandi í Húnaflóa.
Starfsfólk.
Nokkrar breytingar urðu á
starfsmannahaldi. Í upphafi árs voru
starfsmenn þrír, Halldór Gunnar
Ólafsson framkvæmdastjóri, Ólafía
Lárusdóttir líffræðingur og Birna
Sveinsdóttir rannsóknamaður. Í byrj-