Húnavaka - 01.05.2010, Page 282
H Ú N A V A K A 280
Barnabóls og Höfðaskóla og er m.a.
skipst á upplýsingum um námsefni og
kennsluhætti, það eru skilafundir að
vori og kennarar sækja oft sömu nám-
skeið og fyrirlestra. Áhersla er lögð á
að leikskólanemendur kynnist Höfða-
skóla og stundaskrá hans til að vera
öruggir með sig í „stóra skólanum“
þegar að námi þar kemur. Farnar eru
þrjár heimsóknir yfir veturinn og í
þriggja daga vorskóla í maí. Nem-
endaskipti eru þessa daga á milli
skólanna og ánægja með það. Haustið
2009 hófu 9 leikskólanemendur nám
í Höfðaskóla.
Kjarninn í stefnu leikskólans er að
nemandinn hafi tækifæri frá fyrstu tíð
til að prufa sig áfram í gegnum leik og
aðrar athafnir og öðlist sterka sjálfs-
mynd og öryggi. Kjörorð leikskólans
- Leyfðu mér að fást við það, þá get ég
það - þýðir að nemandinn er hvattur
til að verða sjálfstæður einstaklingur
sem tekur þátt í athöfnum og leikjum
sem reyna á virkni og áhuga um leið
og hann lærir að virða aðra, lærir af
reynslunni og upplifir sig sem hluta af
stærri heild, sínu nærsamfélagi.
Á Barnabóli tengist t.d. útinámið
beint þessari hugmyndafræði en þá
fara nemendur á svæði fyrir utan leik-
skólann þar sem þau verða sérfræðing-
ar í að finna efnivið til að leika sér
með og að leika leiki án fyrirfram
gefinna lausna. Leikskólinn Barnaból
er í hjarta bæjarins en samt er stutt
á frjáls svæði svo sem tún, fjörur og
klettaborgir sem auðveldar starf á
þessum grund velli og virkjar
athafnaþrá þeirra.
Íslenskir leikskólar eiga sér eiginn
hátíðisdag sem er 6. febrúar en
þann dag árið 1950 var fyrsta félag
leik skóla kennara stofnað. Markmiðið
með deginum er að vekja athygli á
fyrsta skólastiginu í menntakerfinu
og mikilvægu hlutverki leikskólans í
samfélaginu sem og því góða mennta-
og uppeldistarfi sem þar er unnið. Í
tilefni dagsins opnuðu nemendur
Barna bóls listsýningu í Landsbank an-
um á verkefninu - Menning og listir á
Kántrýströnd.
Hefðbundnir atburðir, svo sem
danskennsla, útskriftarferð, sveitaferð,
berjamór, uppskerustörf og fleira,
voru á sínum stað. Settar voru birki-
plöntur í Barnaselslautina í Hrafndal
og þar eru komnar upp myndarlegar
plöntur. Foreldrafélagið styður vel við
leikskólastarfið og niðurgreiddi t.d.
með myndarlegum hætti danskennslu
og Hensongalla.
Foreldra-, afa- og ömmukaffi var
tvisv ar á árinu og á skammdegis há-
tíðinni í nóvember buðu nemendur
pabba og mömmu í súpu og brauð í
hádeginu. Skammdeginu var einnig
gert hátt undir höfði þar sem nem-
endur og kennarar skemmtu sér sam-
an og skreyttu með ljósum og fleiru. Í
starfi leikskólans bæði innan- og
utandyra er myndavélin oft með í för
og því margar skemmtilegar myndir
að finna á heimasíðu leikskólans;
http://www.leikskolinn.is/barnabol/
Þórunn Bernódusdóttir, leikskólastjóri.
Jólabarnaball.