Húnavaka - 01.05.2010, Side 284
H Ú N A V A K A 282
ardögum enda tóku um 15 krakk ar frá
félaginu þátt í skipulögðum skíða-
æfingum hjá Skíðadeild Tinda stóls.
Einstaklega gott samstarf var við
Skíðadeild Tindastóls og sendu félögin
sameiginlegan hóp til keppni á Andrés-
ar andar leikum á Akureyri. Var það í
fyrsta skipti sem Umf. Fram átti
fulltrúa á leikunum.
Sumarstarf félagsins byrjaði á hálfs-
mánaðar fótboltanámskeiði undir
stjórn Bjarna Stefáns Konráðsson ar.
Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu.
Eftir fótboltanámskeiðið hófst starf á
íþróttavellinum sem var, eins og und-
anfarin ár, í góðu samstarfi við Sveit-
arfélagið Skagaströnd. Að þessu sinni
voru þátttakendur um 45 og unnu að
kofasmíði, skólagörðum og stund uðu
al menna hreyfingu og frjálsar í þrótt ir
undir stjórn Hilmars Sigur jóns sonar
og Ölmu Eikar Sæ vars dótt ur.
Þátttaka á íþróttamótum í sumar
var mjög góð. Umf. Fram átti 21 kepp-
anda á héraðsmóti USAH sem haldið
var á Blönduósi og lenti þar í þriðja
sæti. Á Barnamóti USAH átti félagið
13 keppendur sem allir stóðu sig með
mikilli prýði.
Þá voru 6 þátttakendur frá Umf.
Fram á Unglingalandsmóti UMFÍ
sem var haldið á Sauðárkróki. Á lands-
mótinu varð Róbert Björn Ingvarsson
í öðru sæti í 600 m hlaupi.
Félagið átti svo 5 keppendur á Þrist-
inum sem er frjálsíþróttamót milli
USAH, USVH og UMSS.
Ungur og efnilegur félagsmaður,
Stefán Velemir, hefur á árinu staðið
sig gríðarlega vel í kúluvarpi. Á þeim
mótum sem hann hefur tekið þátt í
hefur hann ævinlega verið í baráttu
um efstu sætin og hefur bætt árangur
sinn um rúmlega 4,5 metra á árinu.
Á haustmánuðum hófst starf
félagsins innanhúss aftur. Boðið var
upp á æfingar í körfubolta, fótbolta og
frjálsum íþróttum fyrir 3.-10. bekk og
íþróttaskóla fyrir 1. og 2. bekk.
Í desember sáu Björgunarsveitin
Strönd og Umf. Fram saman um
flugeldasölu sem er ein aðalfjáröflun
félagsins. Aðrar fjáraflanir hafa
aðallega verið dósasöfnun og sala á
kleinum. Aðalstyrktaraðilinn á árinu
var Sveitarfélagið Skagaströnd en
jafnframt fengust styrkir frá Fisk
Seafood og KSÍ.
Halldór Ólafsson, formaður.
Golfklúbbur Skagastrandar.
Golfárið var spilurum frekar hag-
stætt. Það voraði snemma, sumarið
var í meðallagi gott og hægt að spila
fram eftir öllu hausti.
Hjá Golfklúbbi Skagastrandar voru
flestir þættir í föstum skorðum. Þrír
starfsmenn störfuðu yfir sumarmán uð-
ina og sáu um hirðingu vallarins sem
var að venju í góðu ásigkomulagi. Við-
haldsframkvæmdir voru töluverð ar,
hús máluð, timburverk lagfært, gert
við ristarhlið og brautarvél.
Aðsókn gesta á völlinn tvöfaldaðist
og má m.a. þakka góðri kynningu á
vellinum á golfsýningu í Laugardals-
höll sl. vor og annarri markvissri mark-
aðs setningu. Þá hefur völlurinn
al mennt fengið jákvæða umfjöllun
fyrir skemmtilegt vallarstæði og snyrti-
mennsku.
Mótahald var með venjubundnum
hætti, stærsta mótið var Minningar-
mótið um Karl Berndsen sem jafn-
framt er hluti af svokallaðri Norð-
vest ur þrennu. Sigurvegarar voru
Brynjar Bjarkason GSS, Steini Krist-
jánsson GA, Árný Lilja Árnadóttir