Húnavaka - 01.05.2010, Side 286
H Ú N A V A K A 284
hestamannafélagið sinnti og/eða beitti
sér fyrir.
Félagið stóð að gerð reiðvegar með
þjóðvegi 74, Skagastrandarvegi, frá
Ytra-Hóli að Höskuldsstöðum. Reið-
vegagerðin var unnin í góðu samstarfi
við landeigendur og Vegagerðina en
sérstök fjárveiting af reiðvegafé fékkst
í framkvæmdina.
Hestamannafélagið stóð að reið-
nám skeiði í samstarfi við Reiðskóla
Ingimars Pálssonar. Námskeiðið var
vel sótt og tókst í alla staði mjög vel.
Félagið leigði hólf undir stóðhesta
eins og undanfarin ár og voru allmargir
úr héraðinu er nýttu sér þjón ust una.
Þorlákur S. Sveinsson, formaður.
Lionsklúbbur Skagastrandar.
Starf Lionsklúbbsins var í hefð-
bundn um farvegi þar sem haldinn er
einn fundur í hverjum vetrarmánað-
anna.
Í febrúar fóru klúbbfélagar í heim-
sókn í Blönduvirkjun og fengu þar
góðar móttökur og fræðslu hjá
Guðmundi Stefánssyni, stöðvarstjóra.
Í lok febrúarmánaðar var haldið
Troskvöld þar sem Lionsfélagar sjá
algerlega um að matbúa og bera fram
fjölbreytilega sjávarrétti og skemmti-
atriði að hætti klúbbfélaga. Ræðu-
maður kvöldsins var Guð mundur
Haukur Sigurðsson frá Hvamms-
tanga, gamall Skagstrend ingur.
Þátttaka var góð af Lions félögum
frá Skagaströnd, Blöndu ósi og
Hvammstanga og gestum þeirra.
Lionsklúbbur Skagastrandar tók
þátt í 50 ára afmælisfagnaði Lions-
klúbbs Blönduóss 8. maí en hann er
móðurklúbbur klúbbsins á Skaga-
strönd sem varð 5 ára á árinu.
Lionsklúbburinn styrkti samfélagið
og einstaklinga, bæði innanlands og
erlendis, um tvö hundruð þúsund
krónur samtals á árinu.
Klúbburinn tók á móti þremur
unglingsstúlkum sem komu til Íslands
á vegum alþjóðaunglingaskipta Lions-
hreyfingarinnar en þær voru frá Belgíu,
Ungverjalandi og Hollandi. Dvöldust
þær á heimilum Lionsfélaga og var
farið víða með þær, m.a. í Blöndu-
virkjun, Skagafjörð, veiði á Hrauni á
Skaga, Drangey og ýmsa göngutúra.
Októberfundurinn var haldinn í
Pottinum og pönnunni á Blönduósi,
eftir velheppnaða fræðsluferð í Létti-
tækni á Blönduósi, þar sem eigandinn
sýndi fyrirtækið og sagði sögu þess. Í
lok október var farið til Sviðamessu
hjá Lionsklúbbi Blönduóss.
Desembermánuður var fjöl breyti-
legur í starfi klúbbsins því auk hefð-
bundins starfs var unnið að skötu -
verk un (tindabikkja) sem var seld í
Þorláks messuveisluna og víðar til að
afla fjár í verkefnasjóðinn. Kristinn
Hannesson, umdæmisstjóri 109B,
kom í heimsókn 8. desember. Kynnti
hann hin ýmsu mál Lionshreyf ing-
arinnar og þar sem einn félagsmanna
átti afmæli var boðið upp á villibráð á
fundinum.
Fyrir jól voru eldri borgurum
Skaga strandar færðar jólastjörnur að
Lionsfélagar í Blöndustöð.