Húnavaka - 01.05.2010, Page 289
287H Ú N A V A K A
af vélarbilunum og netum í skrúfu.
Bátar þessir voru af öllum stærðum
eða frá 11 brl. til 211 brl. og voru allir
dregnir til hafnar á Skagaströnd.
Arnari HU 1 var snúið til brottfarar
11 sinnum á árinu og einnig voru
farnir tveir þjónustutúrar í hann með
umbúðir og mannskap.
Farinn var leiðangur með starfs-
menn Biopol vestur í Reykjarfjörð, að
Gjögri og Djúpuvík með tæki til
sjávarrannsókna.
Í lok september tók Húnabjörg þátt
í stórri samæfingu á Eyjafirði og var
þar í vondu veðri. Í æfingunni tóku
þátt m.a. herskip frá Noregi, varðskip
ásamt þyrlu og aðrir bátar. Eftir
æfinguna, sem var færð vegna veðurs
inn fyrir Hrísey, var siglt til Sauðár-
króks. Húnabjörg var þar eina nótt en
morguninn eftir var togbáturinn
Sindri ÞH 400, sem þar hafði legið við
bryggju í langan tíma, tekinn í tog og
dreginn til hafnar á Skagaströnd þar
sem starfsmenn Hringrásar rifu hann
í brotajárn.
Þess má að lokum geta að mjög vel
hefur gengið að manna Húnabjörgu
en við siglingu hennar eru allir í sjálf-
boðavinnu og verður það seint full-
þakkað.
Guðmundur Björnsson.
Menningarfélagið Spákonuarfur.
Menningarfélagið hélt uppteknum
hætti og stóð fyrir tveimur Þórdísar-
göngum á Spákonufell í júlíbyrjun og
á Kántrýdögum í ágúst. Eru þessar
göngur orðnar mjög vinsælar og kem-
ur fólk víða að. Vinsældir þessar má
ekki síst þakka góðri og skemmtilegri
leiðsögn Ólafs Bernódussonar sem
segir sögur af Þórdísi spákonu og
leiðir gesti ákveðið og örugglega á
toppinn. Ekki skemma veisluföng fyrir
sem bíða göngumanna í golfskálanum
að Háagerði að lokinni ferð á fjallið.
Á vormánuðum gaf Menningar-
félagið út póstkort með myndum frá
Skaga strönd. Á póstkortunum má
finna myndir eftir heimamennina
Árna Geir Ingvarsson, Ólafíu Lárus-
dóttur og Wendy Crockett ljósmynd-
ara en hún dvaldi í Nes listamiðstöð.
Í júlíbyrjun tók Menningarfélagið á
leigu Árnes, elsta húsið á Skagaströnd,
sem er nýuppgert af sveitarfélaginu. Í
húsinu starfrækir Menningarfélagið
spástofu þar sem gestir og gangandi
geta látið spá fyrir sér í bolla, spil eða
fengið lófalestur. Er greinilega mikill
áhugi meðal gesta á að forvitnast um
framtíðina. Gestir sem heimsóttu
Ár nes í sumar voru um 1200.
Menningarfélagið tók virkan þátt í
Kántrýdögum í ágústmánuði en auk
Þórdísargöngu var boðið upp á
spádóma í „spábúð“ félagsins.
Á jólaföstu stóð Menningarfélagið
fyrir upplestri fyrir börnin sem biðu
spennt eftir jólunum. Lesnar voru sög-
ur af jólasveinunum eftir því sem þeir
komu til byggða og var oftast þéttsetinn
bekkurinn í Árnesi þar sem andi
jólanna fyrr á tímum réði ríkjum, m.a.
með kertaljósum og olíulömpum.
Á árinu tóku spákonur Menningar-
félagsins þátt í samstarfi um gerð sjón-
varpsþátta á vegum kvikmyndafélagsins
Skottu þar sem spákonurnar voru
fengnar til að segja fyrir um úrslit í
Meistaradeild Norðurlands í hesta-
íþróttum. Þættir þessir voru sýndir í
Ríkissjónvarpinu.
Í nóvember hófst vinna við gerð
afsteypu af Þórdísi spákonu í fullri
líkamsstærð sem unnin er af leik-
munagerð Sögusafnsins. Menningar-
ráð Norðurlands vestra styrkir þessa
afsteypugerð sem er úr sílikoni og er