Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 4

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 4
2 / 2 0 0 24 FRÁ R ITST JÓRN: RITNEFND LMFÍ hefur undir forysturitstjóra breytt útliti blaðsins talsvert eins og blað þetta ber með sér. Efni þess hefur líka breyst að einhverju leyti, enda er það stefna ritnefndar að auka þá sérstöðu sem Lögmannablaðið hefur gagnvart öðrum tímaritum á sviðum lögfræði. Sérstaða blaðsins á að vera fólgin í aukinni þjónustu við félagsmenn, með umfjöllun um það sem efst er á baugi í félagsmálum LMFÍ og svo almennt í þjóðfélaginu hverju sinni. Lög- menn eru hvattir til þess að taka þátt í útgáfu þessa blaðs með greinaskrifum, með því móti getur blaðið betur endurspeglað áhuga félagsmanna á ólíkum hugðarefnum. Meðal efnis í blaði þessu eru greinar sem koma inn á aukinn áhuga almennings á dómsmálum og hlutverk lögmanna í fjöl- miðlaumfjöllun um einstök mál. Undanfarnar vikur hefur mikil umræða verið meðal almennings um ósamræmi í refsingum. Þannig bárust þær fréttir nýlega að um 20.000 manns hefðu skrifað undir áskorun til dómsmálaráðherra um harðari refsingar í kynferðisbrotamálum. Verður efni næsta málþings LMFÍ og dómarafélags Ís- lands, sem haldið verður þann 7. júní nk., helgað umræðunni um glæp og refsingu. Þar hlýtur að vera komið inn á hvaða áhrif fjöl- miðlaumfjöllun um einstök refsimál getur haft. Þáttur lögfræði hefur aukist mjög í fjöl- miðlum og nú er svo komið að það eru ekki bara refsimál sem þykja fréttnæm, heldur flest dómsmál, t.d. var birt stór frétt í Morg- unblaðinu um að Lífeyrissjóður Norðurlands stæði í málaferlum í Bandaríkjunum. Þá hefur það færst í vöxt að málflutningur hefj- ist jafnvel í fjölmiðlum, áður en mál er höfðað. Það er umhugsunarefni hvort það teljist nú hluti af skyldum lögmanna að þeir standi fyrir máli umbjóðanda sinna í fjöl- miðlum? Ef viðkomandi lögmaður vill ekki taka slíkt hlutverk að sér, er hann þá ekki að sinna sínu starfi? Rétt er að benda í þessu sambandi á dóm Hæstaréttar í máli þar sem lögmaður talaði máli skjólstæðings síns í fjölmiðlum eftir að dómsniðurstaða var fengin. Hér vaknar sú spurning, hvort mis- munandi reglur gildi eða eigi að gilda eftir því hvar málið er í dómskerfinu og á hvaða tímapunkti lögmanni sé rétt að fara í fjöl- miðla. Í pistli formanns félagsins fjallar hann m.a. um þörfina á því að siðareglur séu lag- aðar að breyttum aðstæðum. Ástæða er til þess að skoða hvort 5. gr. siðareglna lög- manna sé fullnægjandi í ljósi aukins áhuga fjölmiðla á umfjöllun um dómsmál. Skorað er á lögmenn að fylgjast með um- ræðunni og mæta á málþingið. Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.