Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 8
2 / 2 0 0 2
Vegna úrsagnar Jóhannesar Sigurðsson hrl. úr
úrskurðarnefnd lögmanna varð að kjósa einn full-
trúa félagsins í nefndina til fimm ára frá og með
síðustu áramótum og annan til vara. Tillaga um
kjör Kristins Bjarnason hrl., sem aðalmanns, og
Helga Birgissonar hrl., sem varamanns, var sam-
þykkt samhljóða.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Fráfarandi formaður félagsins, Ásgeir Thor-
oddsen hrl., kynnti fyrir fundinum tillögu stjórnar
Lögmannafélags Íslands um breytingar á ákvæð-
um 2. mgr. 4. gr., 2. mgr. 7. gr. og 1. og 4. mgr. 17.
gr. samþykkta félagsins. Nokkrar umræður áttu
sér stað um þessar tillögur og bar fundarstjóri þær
því undir atkvæði fundarins. Niðurstaða atkvæða-
greiðslu var sú að tillaga um breytingu á orðalagi
2. mgr. 4. gr. samþykktanna var felld með minnsta
mögulega mun, en aðrar tilllögur voru samþykktar
af fundinum.
Önnur mál.
Undir liðnum önnur mál voru líflegar umræður
og kvöddu margir sér hljóðs. Róbert Árni Hreið-
arssonar hdl. tók til máls um kjör félagsmanna.
Kvaðst hann hafa tekið þetta mál upp á síðasta að-
alfundi, auk þess sem hann hafi skorað á stjórn fé-
lagsins fyrir u.þ.b. þremur árum að skoða sérstak-
lega kjör lögmanna hér á landi í samanburði við
nágrannalöndin. Taldi hann víst að laun íslenskra
lögmanna væru almennt þrisvar sinnum lægri en
tíðkaðist erlendis. Skoraði hann á nýja stjórn að
gera átak í að marka stefnu um hvað teljist eðlilegt
tímagjald, auk þess að kanna hver væri almennt
rekstrarkostnaður á lögmannsstofu. Jafnframt
þyrfti að efla kynningu gagnvart dómstólum og
lögreglu hvað beri að ákveða í þóknun til lög-
manna. Þá gerði Róbert lögmannalögin að umtals-
efni og taldi að gera þyrfti breytingar á þeim, m.a.
varðandi öflun málflutningsréttinda fyrir Hæsta-
rétti og að fella mætti niður úrskurðarnefnd lög-
manna, sem hann taldi vera tímaskekkju. Benti
Róbert á að komin væri á frjáls gjaldskrá auk þess
sem bera mætti ágreiningsmál undir dómstóla í
stað þess að skjóta þeim til nefndarinnar. Með
þessu gæti félagið sparað umtalsvert fé. Helgi Jó-
hannesson hrl. svaraði hluta athugasemda Ró-
berts Árna. Upplýsti hann að stjórn félagsins væri
að vinna í kostnaðargrunni varðandi rekstur lög-
mannstofa. Þá mótmælti Helgi hugmyndum Ró-
berts Árna um að fella bæri niður úrskurðarnefnd-
ina, enda væri nauðsynlegt að agavaldið héldist
innan lögmannastéttarinnar. Benti Helgi á að úr-
skurðarnefndin fjallaði ekki aðeins um gjaldtöku
heldur einnig almennt um störf lögmanna. Þá
upplýsti Helgi að þegar lægi fyrir tillaga um
breytingu á reglum um öflun réttinda til að vera
hæstaréttarlögmaður. Að lokum kom Helgi inn á
endurmenntun lögmanna og viðraði þá hugmynd
að skylda ætti lögmenn til endurmenntunar. Vís-
aði hann í þeim efnum til reglna um endurskoð-
endur þar sem endurmenntun er gerð að skilyrði
fyrir viðhaldi starfsréttinda. Taldi Helgi að með
skyldubundinni endurmenntun yrðu lögmenn
hæfari til starfsins, traust almennings á lög-
mönnum myndi aukast, auk þess sem endur-
menntunin yrði tekjugrundvöllur fyrir félagið.
Atli Gíslason hrl. gerði gjafsókn að umræðuefni
sínu og vísaði m.a. til fjölgunar mála á
stjórnsýslustigi og að koma ætti á gjafsókn utan
réttar. Taldi Atli að þörfin fyrir gjafsókn utan
réttar væri ekki minni en innan, enda væri kostn-
aður manna orðið verulegur af slíkum málum.
Gestur Jónsson hrl. gerði athugasemdir við hug-
myndir Róberts Árna Hreiðarssonar hdl., um að
leggja bæri úrskurðarnefnd lögmanna niður. Benti
Gestur á að vissulega væri það áhyggjuefni hversu
mikill kostnaður fylgdi rekstri nefndarinnar en sá
kostnaður fælist ekki í háum nefndarlaunum. Þá
benti Gestur á að kostnaður við rekstur lögmanns-
stofu væri ekki ein tala. Hægt væri að reka lög-
mannsstofu eingöngu með fartölvu og gsm-síma,
en einnig með mikilli yfirbyggingu. Því væri ekki
8
Heiðursfélagar LMFÍ 2002. Frá vinstri Árni Guð-
jónsson hrl. og Jón Finnsson hrl.