Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 10
10 2 / 2 0 0 2
rétt að berjast fyrir einu ákveðnu endurgjaldi þar
sem slíkt hentaði ekki öllum rekstrartegundum.
Það sem mestu máli skipti væri að kynna umbjóð-
anda sínum fyrirfram um hvert endurgjald vegna
vinnunnar væri en það færi almennt saman að þeir
sem vinna vinnuna sína vel fái fullnægjandi end-
urgjald fyrir hana. Jakob R. Möller hrl. tjáði sig
um hugmynd Helga Jóhannessonar um skyldu-
bundna endurmenntun og benti á að þar sem slík
skylda væri til staðar færu menn almennt ein-
göngu á námskeið hennar vegna en ekki til að
endurmenntast. Því væri nauðsynlegt að ræða
þetta málefni ítarlega meðal félagsmanna áður en
tillaga um slíkt yrði send dómsmálaráðherra. Mál-
efnið væri hins vegar góðra gjalda vert. Róbert
Árni Hreiðarssonar hdl. lýsti yfir ánægju sinni
með að stjórnin væri að kanna þóknunarmál lög-
manna en ítrekaði þá skoðun sína að leggja bæri
niður úrskurðarnefndina. Mótmælti hann að
nefndin þyrfti að vera til staðar þrátt fyrir að hún
fjallaði um önnur mál en eingöngu þóknun lög-
manna enda mætti leggja öll mál nefndarinnar
undir dómstóla þar sem öll meðferð væri sýni-
legri, opnari og mun kostnaðarminni fyrir félagið
sjálft. Gunnar Jónsson hrl. lagði áherslu á mikil-
vægi þess að halda agavaldinu hjá félaginu sjálfu.
Úrskurðarnefndin væri mikilvæg til að halda sjálf-
stæði félagsins og sá kostnaður sem því fylgdi
væri vel þess virði.
Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags
Íslands.
Í framhaldi af aðalfundi Lögmannafélagsins
var haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ, sam-
kvæmt auglýstri dagskrá. Á dagskrá fundarins
voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam-
þykktum félagsins, auk tillögu um breytingar á 2.
mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr. 1., 3. og 4. mgr. 13. gr.
reglna félagsdeildar og tillaga um aukið samstarf
félagsdeildar LMFÍ og Lögfræðingafélags Ís-
lands. Fráfarandi formaður félagsins, Ásgeir
Thoroddsen hrl., bar upp tillögur að breytingum á
reglum félagsdeildar, en í ljósi þess að fundar-
menn höfðu fellt breytingartillögu á samþykktum
LMFÍ, sem voru samhljóða breytingatillögu á 2.
mgr. 4. gr. reglna félagsdeildar, kvað hann stjórn-
ina draga til baka breytingatillögu sína á ákvæð-
inu og var hún því ekki borin undir atkvæði. Aðrar
breytingatillögur á reglum félagsdeildar voru hins
vegar bornar undir atkvæði fundarmanna og sam-
þykktar óbreyttar.
Samþykktir félagsins og reglur félagsdeildar,
með þeim breytingum sem gerðar voru á fund-
unum, er að finna í handbók lögmanna á heima-
síðu félagsins – www.lmfi.is.
Tillaga um aukið samstarf félagsdeildar og
Lögfræðingafélags Íslands var einnig samþykkt
mótatkvæðalaust, en í umræðum um hana lagði
Jakob R. Möller hrl. áherslu á mikilvægi þess að
fara varlega í sameiningar og/eða samstarf, til að
rýra ekki ímynd félagsins.
Um skýrslu stjórnar og ársreikninga var vísað
til þess að reikningar hafi þegar verið kynntir
samhliða afgreiðslu sömu dagskrárliða skyldu-
bundna hluta félagsins á aðalfundi félagsins. Eng-
inn kvaddi sér hljóðs undir þessum dagskrárliðum
og var reikningar félagsins samþykktir samhljóða.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir dagskrárliðnum
önnur mál.