Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 12
12 2 / 2 0 0 2 MEÐ lögum nr. 36/1999 varlögum nr. 19/1991, um með- ferð opinberra mála, breytt og m.a. var settur inn nýr kafli, VII kafli, er fjallar um réttarstöðu brotaþola og hlutverk réttargæslumanna. Ég mun ekki fjalla náið um þær breytingar er fólust í ofangreindum lagabreyt- ingum þar sem ég geri ráð fyrir að allir lögmenn viti út á hvað þær gengu. Hins vegar langar mig að fjalla örlítið um það hvernig laga- ákvæðin virka í framkvæmd nú þegar þau hafa verið við lýði í tvö ár en undirrituð hefur komið að slíkum málum bæði sem verjandi og réttargæslumaður. Megintilgangur lagabreytinganna var að styrkja réttarstöðu brotaþola við rannsókn opin- bers máls og meðferð þess fyrir dómi – og var ekki vanþörf á. Áður var farið með brotaþola eins og önnur vitni þrátt fyrir að þeir hefðu sérstakra hagsmuna að gæta umfram aðra. Eina réttarfars- hagræðið var að þeir gátu sett fram bótakröfur. Upplýsingagjöf til þeirra var af mjög skornum skammti svo ekki sé meira sagt. Lögin styrkja þannig réttarstöðu brotaþola í öllu verulegu og er það vel. Hins vegar eru töluverðir vankantar á að mínu mati sem komið hafa í ljós við framkvæmd laganna. Á það einkum við í kynferðisbrotamálum vegna 18 ára og yngri. Þar má fyrst nefna að einungis örlítið brot af kærðum málum koma til kasta dómstólanna og verða að „málum“ (innan við 10%) því reyndin er sú að stundum eru engin „mál“ – og hafa aldrei verið. Þar sem ráðgert er í lögunum að einungis ein skýrslutaka fari fram fyrir dómi þá mega lög- reglumenn ekki spyrja nema mjög svo takmark- aðra spurninga, helst engra, heldur kalla til dóm- ara. Frumskýrsla lögreglu verður því mjög tak- mörkuð og jafnvel kemur fyrir að sá sem er kærður veit ekki fyrir hvað hann er kærður! Í einu máli þar sem ég var skipuð verjandi var umbj. minn kærður fyrir kynferðislegt og líkamlegt of- beldi gagnvart börnum, en ekki lá fyrir hvenær, hvernig eða gegn hverjum. Það hlyti að koma í ljós við skýrslutökur yfir meintum brotaþolum að hann hefði brotið eitthvað af sér eins og lá í kærunni. Ekki þarf að fjölyrða um að rannsókn þessa máls var hætt en mann- orðsmissir umbj. míns var staðreynd sem ekki verður litið fram hjá. Það verður því að gera þá kröfu að kæruskýrsla sé nákvæm þannig að kærður hafi einhverja hugmynd um af hverju hann er kærður og geti tekið af- stöðu til kæruefnisins. Hins vegar verður að líta til þess að ef skýrsla yrði einungis tekin af kærða eftir skýrslutöku af meintum brotaþola þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann notfæri sér þá skýrslu í sínum fram- burði. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka skuli að jafnaði fara fram annars staðar en í dómssal sbr. 4. gr. rgj. um tilhögun skýrslutöku fyrir dómi af brotaþola yngri en 18 ára. Á landsbyggðinni er engin að- staða með tilheyrandi tæknibúnaði nema á Akur- eyri og ef ekki er hægt að nýta þá aðstöðu þá þurfa málsaðilar og aðrir þeim tengdir að fara til Reykjavíkur, þ.e. brotaþoli, réttargæslumaður, foreldrar, barnaverndarnefndarfulltrúi, dómari, lögregla, verjandi og hugsanlega sakborningur. Þetta getur verið meiriháttar ferðalag með tilheyr- andi kostnaði og þess heldur verður að gera þá kröfu að frumrannsókn leiði í ljós að um „mál“ sé að ræða. Ég velti því æ meir fyrir mér af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að haga skýrslutökum af brotaþolum á sama hátt og áður, eða hjá lögreglu. Það hefði verið hægt að breyta forminu þannig að hlutaðeigandi væri gert kleift að vera viðstaddur skýrslutöku en ég get því miður ekki sett sama- semmerki á milli þess að vera dómari og þar af leiðandi góður fyrirspyrjandi í skýrslutökum yfir börnum? Hvað gerir dómari betur en lögreglu- maðurinn í því tilliti? Í Danmörku eru það sér- fróðir lögreglumenn sem taka skýrslur af börnum Staða brotaþola og hlutverk réttargæslumanna í ljósi reynslunnar Berglind Svavarsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.