Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 15
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð NÝJAR samskiptaleiðir og tæknifela í sér aukin tækifæri fyrir lög- menn til þess að kynna þjónustu sína og markaðssetja sig. Lögmenn hafa í vaxandi mæli sett upp heimasíður með upplýsingum um starfsemi sína. Þáttur í þjónustu lögmanna við viðskipta- vini sína er að hafa heimasíðu með ákveðnum grunnupplýsingum. Til- gangur lögmanna með heimasíðum getur verið mjög ólíkur og því er ekki hægt að tala um einhverja eina rétta útgáfu af heimasíðum. Hins vegar verður að gera ákveðnar grundvallar- kröfur um efni heimasíðna, þannig að þær þjóni notendum þeirra eða þeim markhópi sem ná á til. Í fyrsta lagi, þarf að vera auðvelt að finna viðkomandi heimasíðu, veffang lögmanns- stofu verður að vera sambærilegt við það nafn sem viðkomandi lögmannsstofa ber, sbr. Lex lög- mannsstofa, veffangið er www.lex.is. Öll frávik, þurfa að vera vel kynnt fyrir notendum, þessu til skýringar má benda á að Rafiðnaðarsamband Ís- lands (RSÍ) er með mjög metnaðarfulla heima- síðu, veffangið er hins vegar www.rafis.is, sem tengist hvorki heiti félagsins eða skammstöfun þess. Í öðru lagi, þarf að ákveða hvaða upplýs- ingar eiga að vera á viðkomandi heimasíðu. Al- mennt þarf heimilisfang, símanúmer og netfang að koma fram á áberandi hátt í forgrunni heima- síðu, svo auðvelt sé fyrir notendur að hafa sam- band við viðkomandi lögmannsstofu. Áður en heimasíða er gerð þarf að ákveða hvað eigi að leggja áherslu á með heimasíðu, þ.e. hvort heimasíða eigi að vera einungis til upplýsinga um lögmannsstofu og starfsemi hennar. Einnig kemur til að greina að veita upplýsingar um tiltekin réttaratriði og eins segja fréttir af starfsemi stof- unnar. Að mínu mati ættu lögmenn ekki að leggja áherslu á fréttir af starf- semi á heimasíðum. Upplýsingar um réttarstöðu og framgang í einstökum málaflokkum geta hins vegar verið mjög gagnlegar, sbr. umfjöllun um fjárskipti við skilnað hjóna á heima- síðunni www. logstofa.is. Framsetning þessara upplýsinga eru til fyrirmyndar. Nauðsynlegt er að hafa samræmi í upplýsinga- gjöf og útliti texta á heimasíðu, við skoðun mína á heimasíðum íslenskra lögmanna er augljóst að þetta hefur verið vanrækt að verulegu leyti. Þrátt fyrir að umdeilanlegt sé hvort og þá hvaða tilgangi heimasíður þjóni, er það álit undirritaðrar að ef ákveðið er að af hálfu lögmanns að hafa heimasíðu, þurfi að hafa í huga ákveðin grund- vallarviðmið um skilyrði og innihald slíkra heimasíðna. Til viðbótar þeim viðmiðum sem áður hefur verið komið inn á hér, er rétt að ítreka mikilvægi þess að heimasíða sé alltaf rétt og reglulega uppfærð. 15 Guðrún Björg Birgisdóttir hdl. jafnar þakkir. Baráttan var þó í raun ekki annað en endurómur þess sem á þeim tíma var helsta barátt- umál lögmannafélaga um heim allan. Þar barðist Davíð við Golíat, enda engar lögmannsstofur svo öflugar að væru einu sinni nálægt því að vera í sömu deild og stóru endurskoðunarstofurnar. En rétt eins og í gamla testamentinu náði Davíð að koma á óvart. Áfangasigur hafðist með ákvörðun bandaríska verðbréfaeftirlitsins, þess efnis að ekki gæti farið saman eftirlitshlutverk endurskoðenda og ráðgjafarstörf. Annar sigur hafðist síðan fyrir Evrópudómstólnum 19. febrúar sl. í svokölluðu Nova máli, sem framkvæmdastjóri félagsins hefur þegar gert grein fyrir á þessum vettvangi. Þetta tvennt verður þó sem hjóm eitt hjá því sem margir andstæðingar fjölgreinasamstarfsins telja síðasta naglann í líkkistu þess, Enron málið. Hald and- stæðinganna er að rök gegn fjölgreinasamstarfi héðan í frá þurfi ekki að vera annað en einföld spurning; manstu eftir Enron? Heimasíður lögmanna Framhald

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.