Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 16
16
Á TÍMUM örra tæknibreytinga,hraða og framþróunar í upp-
lýsingatækni og netnotkun hafa skap-
ast mörg ný tækifæri til miðlunar
upplýsinga á öllum sviðum. Þessu
fylgja þó jafnframt síauknar kröfur til
þess að menn fylgist með nýjungum
og tileinki sér breytta hætti. Þetta á
ekki síður við um lögmenn en aðrar
sérfræðingastéttir, en aðgengi að lög-
fræðilegum heimildum á rafrænu
formi hefur farið ört batnandi á undan-
förnum árum. Má öllum ljóst vera að í
notkun slíkra miðla felst ótvíræður
tíma- og vinnusparnaður frá því sem áður var og
gera má ráð fyrir að rafræn birting lögfræðilegra
heimilda, s.s. laga, dóma og stjórnvaldserinda,
muni smám saman leysa hinar prentuðu útgáfur af
hólmi. Helsti kosturinn er að ávallt er hægt að
bjóða upp á nýjustu upplýsingar á fljótlegan og
einfaldan hátt með litlum tilkostnaði. Mikilvægt
er þó að þær séu settar fram á skýran hátt og þeim
séu haldið reglulega við, því annars missa þær
áreiðanleika sinn og er þá verr af stað farið en
heima setið.
Þótt Netið (Internetið) eigi sér ekki ýkja langa
sögu, hefur það stækkað gríðarlega á undan-
förnum tveimur áratugum og hefur útbreiðsla þess
og almenn notkun aukist jafnt og þétt. Ætla má að
á degi hverjum bætist við hundruðir eða þúsundir
nýrra vefsíðna og að tugmilljónir manna séu að
nota Netið samtímis á hverjum tíma. Er almenn
netnotkun óvíða meiri en hér á landi enda eru Ís-
lendingar þekktir fyrir nýjungagirni. Snemma á
síðasta áratug var farið að birta ýmsar íslenskar
lögfræðilegar heimildir á Netinu, bæði af hálfu
opinberra aðila og einkaaðila, en þessi þróun var
þá þegar komin allnokkuð vel á veg erlendis, m.a.
á Norðurlöndunum. Samhliða þessu var hafist
handa við aðra rafræna útgáfu á geisladiskum, s.s.
dómasafn Hæstaréttar. Jafnt og þétt hefur framboð
slíkra heimilda aukist og er nú svo komið að á
Netinu er hægt að nálgast allar helstu réttarheim-
ildirnar; lög, reglugerðir, dóma, úrskurði, ESB
gerðir, alþjóðasamninga o.fl. Hafa íslensk stjórn-
völd nú mótað stefnu í málefnum upplýsingasam-
félagsins og þannig fetað í fótspor
grannþjóða okkar, m.a. með opnun
www.rettarheimild.is á síðasta ári.
Þessu verkefni er þó ólokið enn og er
þess m.a. vonandi að vænta, að farið
verði að birta héraðsdóma á Netinu
innan skamms. Flestar opinberar
stofnanir eru komnar með vefsíður,
þar sem finna má aragrúa af gagn-
legum upplýsingum á þeirra sviði og
má hið sama segja um ýmis fyrirtæki
og hagsmunasamtök. Jafnframt er að
finna sérhæfðar vefsíður um lögfræði-
leg efni, s.s. www.rettur.is, sem flest-
um er kunn. Síðast en ekki síst er að finna ýmsa
gagnabanka, skrár og aðrar upplýsingaveitur á
Netinu, sem auðvelda störf lögmanna á einn eða
annan hátt. Of langt mál er að telja þær hér, en
nefna má t.d. þjóðskrá, hlutafélagaskrá, firmaskrá,
bifreiðaskrá, skipaskrá o.m.fl.
Á Netinu er að finna gríðarlegt magn upp-
lýsinga á flestum sviðum mannlífsins, en þær eru
hins vegar oft á tíðum sundurleitar og ekki nægj-
anlega aðgengilegar. Öll leit getur því tekið tals-
verðan tíma og ber ekki alltaf árangur. Á mörgum
heimasíðum er að finna tengla yfir á aðrar síður
sem innihalda upplýsingar um skyld efni og
þannig má oft rekja sig áfram að því sem leitað er
að. Þessi aðferð getur þó reynst bæði tímafrek og
óskilvirk. Ýmis hjálpartæki eru hins vegar í boði
og má þá fyrst nefna leitarvélar eins og t.d.
www.leit.is, sem sérstaklega er ætluð til þess að
finna íslenskar heimildir. Með öflugum erlendum
leitarvélum má finna flest það sem hugurinn girn-
ist og má sem dæmi nefna www.findlaw.com,
sem sérstaklega er ætlað að finna lögfræðilegar
heimildir (aðallega bandarískar) og tengt efni. Á
Netinu er einnig að finna margskonar vefsíðusöfn
þar sem teknar eru saman efnisflokkaðar skrár yfir
vefsíður, sem innihalda upplýsingar um tiltekið
efni og nálgast má með einum músarsmelli. Þetta
er oftast einfaldasta og fljótlegasta leiðin til að
finna það sem leitað er að og notast jafnt vanir
sem óvanir netnotendur við þessa aðferð. Til eru
íslensk vefsíðusöfn sem sérstaklega eru sniðin að
þörfum lögfræðinga, en þaðan má nálgast megin-
2 / 2 0 0 2
Gunnar Pétursson
hdl.
Heimildaleit á Netinu