Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 17
17 þorra þess efnis sem í boði er á íslenskum vef- síðum um lögfræðitengd efni, auk nokkurs magns af erlendum vefsíðum, einkum norrænum. Síðast- liðin 7 ár hefur greinarhöfundur sjálfur safnað saman á slíku vefsíðusafni miklu magni hagnýtra lögfræðilegra heimilda, til hægðarauka fyrir laga- nema, lögfræðinga og aðra áhugasama. Hefur það stækkað verulega að efni og umfangi á þessum árum og er nú líklega orðið yfirgripsmesta vef- síðusafnið á þessu sviði, a.m.k. hérlendis og hefur náð talsverðri útbreiðslu. Slóðin er www.is- landia.is/gunnarpe og er mælst til þess að lög- menn gefi sér stund til að kynna sér efni síðunnar, en að fenginni reynslu er líklegt að það muni spari mikinn tíma og vinnu síðar, þegar leita þarf lög- fræðilegra heimilda. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð LÖGBERG, sem er málflutningsfélag laga-nema undir formennsku Sifjar Konráðs- dóttur hrl., hlaut gott gengi í skriflegum hluta Norrænu málflutningskeppninnar í ár. Tólf lið keppa að vanda og fyrir greinargerðir hlaut LÖGBERG þriðju hæstu meðaleinkunn og hæstu einkunn fyrir varnargreinargerð sína. Keppt er í málflutningi á sviði Mannréttindsátt- mála Evrópu og að þessu sinni er fjallað um frið- helgi fjölskyldulífs. Margir lögmenn hafa stutt við bakið á þátttakendum, sem og Lögmannafé- lagið, dómsmálaráðuneytið og fleiri aðilar. Um- boðsmaður Alþingis lagði til vinnuaðstöðu og aðgang að bókasafni. Lokaæfing fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Helgina 8. og 9. júní n.k. kemur svo í ljós hvernig þetta harðsnúna lið stendur sig í málflutningi í keppninni, sem að þessu sinni fer fram í Stokkhólmi. Á myndinni er glaðbeitt málflutningslið með eldri keppendurm og fræðilegum umsjónar- manni: Bjarni Már Magnússon, Jóhanna Kristín Claessen, Þórður Sveinsson, Dýrleif Kristjáns- dóttir, Arnar Þór Stefánsson, Björg Thorarensen, Helga Hauksdóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir, Ásta Stefánsdóttir, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Kristín Benediktsdóttir og Gunnar Þór Þórarins- son. Málflutningsfélagið LÖGBERG í góðu gengi

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.