Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 18
18 Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður Dómstólaráðs. ÞRÓUN REFSINGA Í erindinu verður fjallað um samanburð á þyngd refsinga frá einu tímabili til annars og milli landa. Fjallað verður um þau vandamál sem er við að glíma við samanburð á refsingum fyrir mismun- andi tegundir brota. Reynt verður að varpa ljósi á þá þætti sem vega þyngst við ákvörðun refsinga fyrir einstaka tegundir brota. Einkum verður fjallað um refsingar fyrir ofbeldisbrot og önnur alvarleg brot. Jón Þór Ólason lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og stundakennari í refsirétti við Háskóla Íslands. EÐLI OG ÞRÓUN VIÐURLAGAKERFISINS – dómstóll götunnar Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari við embætti ríkissaksóknara. ÁKVÖRÐUN REFSINGAR – hvert er svigrúm dómstóla með hliðsjón af jafnræðissjónarmiðum? Erlendur S. Baldursson afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun. FANGELSI Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ Erlendur skoðar þetta form refsingar frá upphafi og ræða hvernig fangelsið hefur staðist tímans tönn og hver staða þess verður í framtíðinni. Inn í þetta verður fléttað afbrotafræðilegum vanga- veltum og frásögn eigin reynslu. Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður. ÁKVÖRÐUN REFSINGA Á ÍSLANDI, sjónarmið verjanda. Þór Jónsson varafréttastjóri Stöðvar 2. DÓMUR ALMENNINGS Fjallað verður um álit almennings á dómstólun- um, skilning hans á dómskerfinu og afstöðu til dóma í málum, sem vakin er athygli á í fjölmiðl- um, einkum manndráps- og kynferðisbrotamál- um. 2 / 2 0 0 2 Málþing Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands 7. júní 2002 í Eldborg, húsi Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi (Bláa lónið) GLÆPUR OG REFSING Viðurlög við glæpum á Íslandi — er breytinga þörf Málþingið hefst kl. 10.00 og formlegri dagskrá lýkur um kl. 16.15. Rútuferðir verða frá skrifstofum LMFÍ kl. 9.00 um morguninn. Hádegisverður er á milli kl. 12-14 og að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður. FUNDARSTJÓRI: Ingibjörg Benediktsdóttir, hæstaréttardómari. FYRIRLESARAR:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.