Lögmannablaðið - 01.06.2002, Qupperneq 19
19L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
SÍÐUSTU misseri hefur orðið tals-verð umræða um afbrot og refs-
ingar. Hefur hún verið nokkuð einlit í
þá áttina að herða þurfi refsingar, sér-
staklega í fíknefnabrotum, ofbeldis-
brotum og kynferðisbrotum. Umræða
þessi hefur valdið mér nokkrum von-
brigðum þar sem hún hefur, að því er
virðist, að mestu stjórnast af heift og
hefndarhug. Ég fagna því málþingi
Lögmannafélagsins sem fyrirhugað er
7. júní n.k. til að ræða þessi mál og ber
yfirskriftina „glæpur og refsing“.
Greinarstúfur þessi er ekki fræðileg
eða vísindaleg úttekt um efnið heldur hugleið-
ingar og sjónarmið mín sem ég vonast til að geti
leitt til þess að umræðan færist í eðlilegri og um-
burðarlyndari farveg.
Ég held að flestir séu sammála um að krafa al-
mennings er og hefur verið undanfarin ár að herða
skuli refsingar almennt og verið sérstaklega hávær
í framangreindum brotaflokkum. Þessi krafa kom
fyrst fram í umræðum um vandann sem tengist
neyslu ávana-og fíkniefna. Af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum töldu margir lausnina á vand-
anum felast í hertum refsingum. Þunginn í um-
ræðunni var slíkur að dómar þyngdust sem síðar
leiddi til þess að löggjafinn hækkaði refsiramm-
ann. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það
að löggjafinn láti undan þrýstingi almennings
hverju sinni enda getur falist í því talsverður póli-
tískur ávinningur. Verra finnst mér hins vegar ef
dómstólar eru of fljótir að elta almenningsálitið.
Það er nefnilega einu sinni
þannig að almenningsálitið
getur verið mjög sveiflukennt
og stjórnast oft af fjölmiðla-
umræðunni hverju sinni. Gott
dæmi um þetta er breytingin á
fíkniefnaumræðunni undan-
farna mánuði þar sem önnur
sjónarmið hafa komið fram en
áður og rök færð fyrir því að
hertar refsingar séu ekki til
bóta og jafnvel frekar til
skaða.
Nú hefur umræðan um hertar refs-
ingar færst frá fíkniefnabrotum yfir í
kynferðisbrot. Mér finnst sú umræða
skiljanlegri þar sem staða þolandans
er allt öðruvísi en þolandans í fíkni-
efnabroti ef hægt er að tala um þol-
anda slíks brots. Brotaþoli í kynferð-
isbrotum, sérstaklega þeim sem snúa
að börnum, er varnarlaus meðan neyt-
andi fíkniefna tekur sjálfstæða
ákvörðun um neyslu hins ólöglega
efnis. Það finnst því mörgum öfug-
snúið að refsing við alvarlegu kyn-
ferðisbroti sé minni en við innflutn-
ingi eða vörslum á ólöglegum fíkniefnum. Hér er
því um að ræða ósamræmi í refsingum með hlið-
sjón af alvarleika brots sem ég get fallist á að leið-
rétta þurfi. Spurningin er því sú hvort herða eigi
refsingar við kynferðisbrotum og hugsanlegum
öðrum brotum svo samræmis sé gætt eða hvort
eðlilegra væri að milda refsingar í fíkniefna-
brotum. Mitt mat er að nærtækara sé að milda
refsingar við fíknefnabrotum og líta verði á þau
mál sem heilbrigðisvandamál frekar en glæpi.
Í allri umræðunni má ekki gleyma hver tilgang-
urinn er með refsingum. Hann er fyrst og fremst
sá að koma í veg fyrir eða draga úr fjölda afbrota.
Hafa hertar refsingar, t.d. í fíkniefnamálum,
dregið úr afbrotum? Eru afbrot fátíðari í löndum
þar sem refsingar eru þyngri? Viðhorf almennings
til refsinga virðist mótast að mestu leyti af hefnd-
inni. Skýringar á því eru að mínu mati þær að
harmleikurinn sem oft fylgir brotum er orðinn svo
nálægur okkur gegnum fjöl-
miðlaumfjöllun og afþreying-
arefni alls konar. Það er
mannlegt að fyllast hatri gegn
gerandanum þegar ítarleg um-
fjöllum er um afleiðingar
verknaðarins og auðvelt
verður að setja sig í spor þol-
andans og aðstandenda hans.
En það eru fleiri hliðar sem
þarf að líta til þegar meta þarf
hve þungar refsingar eiga að
vera. Hvar liggja hagsmunir
Brynjar Níelsson
hrl.
Um glæpi og refsingar
Umræðan um
refsingar má ekki
stjórnast af hefndinni
því þá er hætt við að
hatrið magnist upp og
öfgarnar verði
áberandi.