Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 22

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 22
22 2 / 2 0 0 2 gr. stjórnarskrárinnar, er það verkefni dómstól- anna að beita refsiákvæðinu í einstökum tilvikum. Spurningin er þá sú hvort dómstólum sé heimilt eða jafnvel skylt að taka tillit til umræðunnar á hverjum tíma í þjóðfélaginu við mat á því hvaða refsingu skuli beita í tilteknu máli. Svar mitt við þeirri spurningu er eins og áður segir neitandi. Ég legg á það áherslu að með þessu er ekki verið að halda því fram að þjóðfélagsumræðan hafi í raun engin áhrif á dómendur. Ég er viss um að svo sé, sjá hér t.d. nýlegan dóm Hæstaréttar frá 2. maí 2002 í máli nr. 28/2002. Mín skoðun er hins vegar sú að þegar refsiákvæði hefur verið birt með lög- formlegum hætti í A-deild Stjórnartíðinda beri dómendum ekki að taka tillit í refsiákvörðunum sínum til hinnar tilfinningaþrungnu og oft á tíðum samhengislausu raddar samfélagsins. Réttarvitund almennings er of óáþreifanlegt og óákveðið við- mið til þess að það sé nothæft við það harla erfiða verkefni að ákvarða mönnum refsingu. Hér koma auk þess til fleiri rök sem ekki er tóm til þess að reifa hér sérstaklega, s.s. réttarfarsleg sjónarmið um stöðu ákærða í þessu samhengi og um sönnun- arbyrði fyrir tilvist tiltekinna viðhorfa í samfélag- inu. III. Misræmi í refsiákvörðunum Dómstólar eins og aðrir handhafar ríkisvalds eru bundnir af jafnræðisreglum. Á þetta ekki síst við þegar dómstólar ákvarða mönnum refsingu. Þegar dómstólar eru gagnrýndir fyrir að sýna ekki samkvæmni í úrlausnum sínum í refsimálum er í raun verið að styðjast við slík jafnræðisviðhorf. Hafa verður hins vegar í huga að það eru eðlislæg takmörk fyrir því að hvaða marki mögulegt er að bera saman refsingar í mismunandi brotaflokkum. Raunar tel ég að þegar þeir flokkar afbrota sem bornir eru saman eru eðlisólíkir, eins og þegar um er að ræða fíkniefnabrot annars vegar og kynferð- isbrot hins vegar, sé slíkur samanburður ekki tækur. Það eru þannig ekki sannfærandi rök að halda því fram að þar sem dómstólar kunna að dæma menn í óskilorðsbundið fangelsi sem nálg- ast hámarksrefsingu 173. gr. a almennra hegning- arlaga, nr. 19/1940, verði dómstólar til að sýna samkvæmni og gera hið sama í málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir brot á 194. gr. hgl. eða a.m.k. að hækka refsingar í slíkum málum frá því sem nú er. Tiltölulega háar refsingar fyrir inn- flutning fikniefna veita ekki kröfum um hækkun refsinga í kynferðisbrotamálum haldbæran stuðn- ing enda eru þessir brotaflokkar eðlisólíkir. Hafa verður á hinn bóginn í huga að þegar refsiákvarð- anir vegna kynferðisbrota eru skoðaðar í sam- hengi við slíkar ákvarðanir í öðrum áþekkum brotaflokkum, s.s. ofbeldisbrotum og brotum er tengjast trúnaðarskyldum geranda gagnvart brota- þola, má halda því fram að dómstólar gæti að meginstefnu til innbyrðis samræmis. Að lokum legg ég á það áherslu að það er allt annar handleggur hvort og þá með hvaða hætti refsiákvarðanir í kynferðisbrotamálum eða fíkni- efnamálum, metnum sjálfstætt og ef til vill í sam- hengi við eðlislík afbrot, feli í sér eðlilegt refsimat miðað við þann refsiramma sem viðkomandi refsiákvæði hefur að geyma. Sýnist sitt hverjum í því efni. Dómstólar eiga hins vegar ekki að breyta réttarframkvæmd sinni um það atriði á stuttum tíma nema óánægjuraddirnar hafi fengið hljóm- grunn hjá löggjafanum með setningu nýs refsiá- kvæðis sem hefur að geyma ákall til dómstóla um að herða skuli tökin.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.