Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 24

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Side 24
24 2 / 2 0 0 2 ÞRIÐJUDAGINN 9. apríl s.l. stóðLögmannafélag Íslands fyrir kvöldfundi á Grand Hótel til að ræða áhrif aukinnar opinberrar umfjöllun um dómsmál á störf lögmanna, m.a. í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 306/2001. Í málinu var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. dæmdur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sinna í fjöl- miðlum um dóttur skjólstæðings síns, sem sýknaður hafði verið af refsi- verðri háttsemi gagnvart henni. Laut efni fundarins að því hvar mörk tján- ingarfrelsis og æruverndar lægju, hvort af umræddum dómi yrðu dregnar ályktanir um tjáningarfrelsi lögmanna og hvað lögmenn ættu eða mættu ganga langt í að tjá sig opinberlega um mál sem þeir hafa með höndum og loks hvort þörf væri breytinga á siða- reglum lögmanna. Frummælendur á fundinum voru þeir Jakob R. Möller hrl. og Ástráður Har- aldsson hrl. Í framsögu sinni benti Jakob á að frjáls skoð- anaskipti væru undirstaða lýðræðis og að ekki mætti snúa frá tjáningarfrelsi, þó svo eitthvað væri sagt sem mönnum mislíkaði. Lagði Jakob áherslu á að 5. gr. siðareglna lögmanna undirstrik- aði að lögmenn nytu, jafnt og aðrir, tjáningafrelsis á grundvelli 73. gr. stjórnarskrárinnar og ætti öllum að vera ljóst að starfi lögmanns lyki ekki endilega við dómsuppsögu í máli. Lögmaður hefði áfram frelsi til að tjá sig um mál sem hann hefur haft til meðferðar þegar réttmætir hags- munir skjólstæðings, almennings eða lögmannsins sjálfs krefðust þess. Hins vegar yrðu lögmenn að hafa í huga inntak 34. gr. siðareglnanna, þar sem kveðið er á um að lögmaður skuli sýna gagnað- ilum skjólstæðings síns fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg væri hagsmunum skjólstæðinganna. Rakti Jakob bakgrunn málsins, m.a. þá miklu og óvægu fjölmiðlaumfjöllun sem spratt í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn skjólstæð- ingi Jóns Steinars. Þá lýsti Jakob þeirri skoðun sinni að rökstuðningur Hæsta- réttar í máli nr. 306/2001 væri rök- leysa, auk þess sem dómurinn svaraði ekki þeirri spurningu hvar mörkin milli tjáningarfrelsins og æruverndar lægju. Hins vegar mætti lesa út úr honum að strangari kröfur væru gerðar til lögmanna, sérstaklega þeirra sem hefðu mikla reynslu, hvað varðar stað- hæfingar og gildisdóma. Hvatti Jakob til þess að málinu yrði skotið til Mann- réttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Um áhrif dómsins á siðareglur lögmanna, taldi Jakob ekki nauðsynlegt að gildandi reglum yrði breytt í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem 1. og 2. mgr. 5. gr. reglanna hefðu að geyma sama tjáningarfrelsi og stjórnarskráin. Siðareglur gætu ekki verið strangari en ákvæði stjórnarskrár. Ástráður kom í framsögu sinni inn á vaxandi áhuga fjölmiðla á dómsmálum, sem m.a væri til kominn vegna betra aðgengis að dómum. Aukin umfjöllum um dómsmál væri í sjálfu sér jákvæð fyrir opið og lýðræðislegt samfélag. Hins vegar væri ekki sama hvernig slík umfjöllun færi fram og hefðu lögmenn þar mikilvægu hlutverki að gegna, m.a. við að koma fram fyrir hönd skjól- stæðinga sinna. Með þáttöku sinni væru lögmenn að leggja inn í umræðuna sérþekkingu sína og að koma á framfæri mótmælum og leiðréttingum við röngum og villandi fréttum af málum. Þyrfti að móta venjur við slíka umfjöllun. Um niðurstöðu Hæstaréttar í máli 306/2001, taldi Ástráður dóminn vera leiðbeinandi um heim- ildir lögmanna til að taka þátt í opinberri umræðu, þó svo skautað hafi verið framhjá atriðum sem þurft hefðu nánari umfjöllun. Meðal annars mætti lesa út úr dómnum að Jóni Steinari hafi verið Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ Kvöldfundur Lögmannafélags Íslands um opinbera umfjöllun um dómsmál, meðal annars í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 306/2001

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.