Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 27
27L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
gagnaðila og þá er lögmaðurinn kominn á kaf í
blaðaskrif um ákveðið mál, sem hlýtur að teljast
vafasamur vettvangur ekki síst ef mál er samhliða
rekið fyrir dómstólum.
Hvort skjólstæðingurinn fer sjálfur í fjölmiðla
er annað mál, sem ekki er alltaf unnt að stjórna.
Þeirri spurningu, sem varpað hefur verið fram,
hvort skjólstæðingur lögmanns geti gert þá kröfu
til hans að lögmaðurinn reifi mál hans í fjölmiðl-
um, tel ég að svara verði almennt með neitun. En
eins og ævinlega þegar lögfræði er annars vegar
kemur „en“ið. Hvernig á lögmaður að bregðast
við þegar skjólstæðingur hans verður beinlínis
fyrir ósönnum áburði á opinberum vettvangi? Hér
verður eins og ævinlega að beita heilbrigðri skyn-
semi og meta aðstæður.
Eins og lögmenn þekkja er umræða fjölmiðla
um dómsmál oft byggð á misskilningi og stundum
hreinni hlutdrægni. Allir lögmenn þekkja dæmin
þar sem t.d. eru birt opnuviðtöl við móður/for-
eldra sem barnaverndarnefnd hefur svipt forsjá
yfir börnum sínum. Stjórnvöld neita að gefa
upplýsingar og almenningur er agndofa yfir vald-
níðslunni.
Eitt sinn fyrir mörgum árum var ég beðin af
dagblaði að gefa álit á dæmi sem þessu. Ég sagði
þá við blaðamanninn að vel mætti hafa eftir mér
að ég hefði hætt að taka að mér barnaverndarmál
þegar mér varð ljóst að barnaverndarnefndir
tækju börnin yfirleitt allt of seint af óhæfum for-
eldrum.
Óþarft er að taka fram að þessi athugasemd
mín var aldrei birt.
Hvort fjölmiðlar eigi að taka afstöðu í dóms-
máli eða máli sem stefnir í dómsmál er auðvitað
spurning sem hver fjölmiðill verður að gera upp
við sig. Ríkisfjölmiðlar hafa ætíð reynt að gæta
þess að taka ekki afstöðu og hygg ég að þeim hafi
almennt tekist það vel enda sýna kannanir að al-
menningur ber mikið traust til þeirra.
Til leigu
Til leigu er mjög gott
skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 24.
HAGSTÆÐ LEIGA.
LOGOS lögmannsþjónusta vill leigja út
skrifstofuhúsnæði, sem áður hýsti fé-
lagið. Um er að ræða ca. 850m2 á tveimur
hæðum (2. og 3. hæð). Í húsinu er
lyfta. Húsnæðið skiptist í 350 m2 á 3ju hæð,
þar sem eru 10 misjafnlega stór skrifstofu-
herbergi auk geymslu og ljósritunarað-
stöðu, auk rúmgóðs opins rýmis í afgreiðslu
með eldhúskrók. Snyrtingar eru á hæð-
inni. Á 2. hæð sem er um það bil 500m2 er
móttaka, 4 fundarherbergi (skrifstofur), eld-
hús, snyrtingar. Þá eru þar ljósritunar- og
skjalavinnslurými, 14 misjafnlega stór skrif-
stofuherbergi auk geymslu. Unnt er að
skipta húsnæðinu upp í 2-3 sjálfstæðar ein-
ingar.
Upplýsingar veita:
Gunnar Sturluson hrl. (gunnar@logos.is) og
Othar Örn Petersen hrl. (otharorn@logos.is)
í síma 540 0300.
Skil
fjárvörsluyfirlýsinga
vegna ársins
2001.
Félagið minnir sjálfstætt starfandi lögmenn
á að skila inn yfirlýsingum vegna fjár-
vörslureikninga og verðbréfaskrár fyrir árið
2001, en skilafrestur rennur út 1. september
n.k. Eyðublöð hafa verið send lögmönnum,
en eyðublaðið má einnig finna á heimasíðu
félagins, en slóðin er:
www.lmfi.is/documents/eydublad_fjarvorslur.pdf
Greiðsla árgjalda
fyrir árið 2002.
Greiðsluseðlar vegna árgjalds til Lögmannafé-
lags Íslands og til félagsdeildar LMFÍ fyrir yfir-
standandi ár, voru sendir félagsmönnum í lok
apríl s.l., en gjalddagi árgjalda er nú 1. júní,
sbr. breytingar sem gerðar voru á samþykktum
félagsins og félagsdeildar LMFÍ á síðasta aðal-
fundi. Þeir lögmenn, sem ekki hafa gengið frá
greiðslu árgjalda, eru hvattir til að bæta úr því
hið allra fyrsta.