Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 34
Fólk| heilsa skemmtilegt Gleðin er við völd hjá hlaupurum í síðasta hlaupi ársins. Jólagleði Jólasveinninn í flottum félagsskap. Ég hljóp í Mjallhvítarbúningi í fyrra en það er leyndarmál hver búningurinn verður í ár,“ segir Unnur Þorkelsdóttir leik- skólakennari en hún tekur þátt í Gamlárshlaupi ÍR í þriðja sinn í ár. Þetta verður í fertugasta sinn sem Gamlárshlaup ÍR fer fram en hlaupið er jafnan einn af stærstu hlaupaviðburðum á landinu. Venja er að hlauparar klæði sig upp í grímubúninga og segir Unnur það skapa skemmtilega stemmingu. „Það er alltaf ótrúlega gaman að sjá alla búningana og hug- myndaflugið hjá fólki. Ég æfi með hlaupahóp Stjörnunnar og hljóp með þeim í fyrra. Í þeim hópi voru nokkrar klæddar sem reggíhljóm- sveit með dreddlokka og röndótt- ar húfur. Einhverjir voru klæddir eins og strumpar. Blái liturinn þykir dálítið einkennandi fyrir sjálfstæðisbæinn Garðabæ og þær voru aðeins að gera grín að því. Ég ákvað að hlaupa sem Mjallhvít og kærastinn minn hljóp í víkinga- búningi. Einn var jólasveinn. Þetta er alveg frábært hlaup og frábært að enda árið á þessum nótum. Ég náði þarna mínum besta tíma í fyrra. Það var svo gott veður.“ Unnur segir hefð fyrir því að hlaupahópurinn fari saman í sund og heita pottinn eftir hlaupið og fái sér eitthvað gott að borða. Þá gefist tækifæri til að rifja upp árið og eiga notalega stund með félög- unum. Félagsskapinn í hlaupunum segir hún einstakan og nefnir hann sérstaklega þegar hún er spurð hvað það sé sem togi hana út að hlaupa. „Fyrst og fremst er það félags- skapurinn en þar að auki veita hlaupin mér vellíðan, bæði líkam- lega og andlega. Ég byrjaði seint að hlaupa, Laugavegurinn í fyrra var mitt fyrsta hlaup. Síðan þá hef ég hlaupið þrjú maraþon, í París, Kaupmannahöfn og Berlín. Ég var valin hlaupakona ársins hjá Stjörnunni og er ákaflega stolt af þeim árangri. Nú langar mig að taka þátt í Landvættunum á næsta ári sem er mikil áskorun.“ Ræst verður í Gamlárshlaupið klukkan 12 á gamlársdag frá Hörpunni. kynJaverur á hlaupum Fertugasta gamlárshlaup Ír Unnur Þorkelsdóttir leikskólakennari ætl- ar að demba sér í Gamlárshlaup ÍR sem fram fer á gamlársdag. Þetta verður í þriðja sinn sem hún tekur þátt og að sjálfsögðu í búningi. Flott par Unnur Þorkelsdóttir hljóp sem Mjallhvít í fyrra. mynd/úr einkasafni kóngurinn Elvis lét sig ekki vanta í hlaupið í fyrra. stemming Fólk hleypur í allavega búningum á gamlársdag sér til skemmtunar. myndir/Ír Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Skemmtipakkinn 365.is | Sími 1817 FRÁBÆR DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tryggðu þér áskrift á 365.is 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -4 4 E 8 1 7 C 6 -4 3 A C 1 7 C 6 -4 2 7 0 1 7 C 6 -4 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.