Lögmannablaðið - 01.10.2006, Page 4

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Page 4
 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 Frá rit­st­jórn Hrafnhildur Stefáns­dóttir hrl. Efni þessa blaðs er afar fjölbreytt og endurspeglar vel það hlutverk Lögmannablaðsins að vera lifandi vettvangur umræðu og upplýsinga um málefni sem varða lögmenn og störf þeirra. Við köllum það gjarnan fagtengt efni. Þá miðlar blaðið einnig upplýsingum af viðburðum í félags- lífi lögmanna. Hópar á vegum Lögmannafélagsins hafa nú bæði klifið hæsta tind landsins, heimsótt starfssystkini í San Francisco og keppt í golfi og fótbolta. Þessi starf- semi er mikilsverður liður í tengslamyndun lögmanna inn- byrðis. Mikilvægi tenglamyndunar er efni pistils Helga Jóhannessonar, formanns lögmannafélagsins. Hann bendir á að tengslamyndun milli lögmanna sé ekki síður mikilvæg en að halda og styrkja tengslanet við viðskiptavinina. Markaðsmálin verða líka sífellt mikilvægari og þá skiptir tengslamyndun miklu ekki síður fyrir lögmenn en önnur fyrirtæki. Það þarf, eins og fram kemur hjá formanninum, bæði að halda tengslum við viðskiptavinina sem þegar eru í viðskiptum við stofurnar og mynda ný tengsl vegna nýrra verkefna. Menn geti ekki skellt skollaeyrum við þessu. Markaðssetning lögmannsstofa virðist annars vera mjög hófstillt. Menn hafa tekið mið af ákvæðum siðareglna lögmanna sem segja að lögmaður megi auglýsa og kynna þjónustu sína svo sem samrýmist góðum lögmannsháttum. Lítið hefur verið um beinar auglýsingar í dagblöðum, hvað þá heilsíðumynd af syrgjandi ekkju eins og birtist t.d. í Berlinske tidende á dögunum með auglýsingu um ráðgjöf í erfðamálum. Það vekur spurningu um það hvort íslenskir lögmenn þurfi almennt ekki að auglýsa þjónustu sína eða þeir telji siðareglurnar setja sér skorður í því efni. Nýr úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna er umfjöllun- arefni framkvæmdastjóra félagsins og beinir ljósi að ábyrgð sjálfstætt starfandi lögmanna á fulltrúum og skýrir hana. Mikilvægt er að fá leiðbeiningar í þessu efni en með fjölg- un lögmanna og stækkun lögmannsstofa hefur lögmönnum sem starfa sem launþegar á lögmannsstofum, og falla undir undanþáguheimildir 2. tl. 2. mgr. 12. gr. lögmannalaga, fjölgað og eru nú rúmlega eitt hundrað, auk þess sem tala löglærðra fulltrúa skiptir tugum. Lögmannablaðið er kjörinn vettvangur lögfræðilegrar umræðu. Ég tel afar mikilvægt að lögmenn og aðrir lög- fræðingar fjalli um og skiptist á skoðunum um lögfræðileg málefni. Í blaðinu eru að þessu sinni fjórar slíkar greinar, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þessi vettvangur er ekki aðeins opinn fyrir lögmenn. Aðrir geta einnig sent inn greinar. Þá er það nýmæli að fjallað er um nýja löggjöf. Markmiðið er að gefa yfirlit yfir lög samþykkt á síðasta þingi og sem geta haft þýðingu fyrir lögmenn. Lögmannablaðið miðlar einnig fróðleik um fundi og ráðstefnur samanber umfjöllun í blaðinu. Umfjöllun um málefni lögmanna og lögmannsstofa í erlendum viðskiptablöðum hefur vakið athygli mína enda er slík umfjöllun fátíð hér á landi. Börsen, danska við- skiptablaðið, birti nýlega heilsíðugrein undir yfirskriftinni: Fleiri vilja verða lögmenn. Þar er sagt frá aukinni aðsókn að réttindanámskeiðunum, góðum atvinnuhorfum ungra lög- manna og áherslur stofanna við val á milli umsækjenda. Námsárangur, persónuleiki og heildarmat á því hvernig við- komandi kemur fyrir, reynsla af námi eða starfi erlendis og jafnvel hvort viðkomandi hafi gott viðskiptavit er nefnt þótt matið sé auðvitað mismunandi eftir stofum. Í greininni kemur einnig fram að laun fulltrúa taki yfirleitt mið af ráð- gjöf lögmannafélagsins sem mæli með að launin séu 31.000 dkr. á mánuði fyrir fyrsta árs fulltrúa, 34.600 fyrir annars árs fulltrúa og 38.500 fyrir þriðja árs fulltrúa. Samkeppnislög eru því augljóslega ekki talin ná til samræmingar á launa- kostnaði.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.