Lögmannablaðið - 01.10.2006, Side 8

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Side 8
 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 er hins vegar gengið mun skemur hvað varðar ábyrgð hins sjálfstætt starfandi lögmanns en þegar um „fulltrúa“ er að ræða, þar sem ábyrgð hans, þ.e. hins sjálfstætt starfandi lögmanns, nær ein- göngu til fjárvörslu- og fébótaábyrgðar á störfum undanþágulögmannsins. Þá er í ákvæðinu hvergi minnst á að slíkir undanþágulögmenn komi fram í umboði og á ábyrgð vinnuveitanda síns eins og þegar um fulltrúa er að ræða. Í ljósi þessa hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um það hversu langt ábyrgð hins sjálfstætt starfandi lög- manns nær í tengslum við störf und- anþágulögmanns sem hjá honum starfar. Þessi skoðanaskipti endurspegl- ast m.a. í áðurnefndum úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna þar sem sjálfstætt starfandi lögmaður og und- anþágulögmaður, sem hjá honum starfaði, höfðu verið kærðir vegna meints brots á meðferð trúnaðarupp- lýsinga við framlagningu skjala í dóms- máli. Í kærunni til nefndarinnar var því m.a. haldið fram að bæði undan- þágulögmaðurinn og hinn sjálfstætt starfandi lögmaður bæru sameiginlega ábyrgð í málinu. Sá fyrrnefndi á grundvelli þess að hafa skrifað stefnu og undirritað hana í umboði hins sjálf- stætt starfandi lögmanns auk þess að sjá um öll samskipti vegna málsins. Sá síðarnefndi væri hins vegar ábyrgur þar sem hann bæri, samkvæmt 1. mgr. 38. gr. siðareglna lögmanna, ábyrgð á störfum fulltrúa sinna. Í málinu komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti kæranda með framlagn- ingu umræddra upplýsinga. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort fella ætti ábyrgð á báða lög- mennina eða aðeins á hinn sjálfstætt starfandi lögmann. Meirihluti nefnd- arinnar taldi að aðeins hinn sjálfstætt starfandi lögmaður bæri ábyrgð í mál- inu þar sem undanþágulögmaðurinn hafði undirritað stefnuna í málinu, og framlögð skjöl, fyrir hans hönd. Í nið- urstöðu meirihlutans segir m.a.: „Umsækjandi að leyfi til að vera hér- aðsdómslögmaður vinnur að því skriflegt heit, að viðlögðum drengskap, að hann muni rækja af trúmennsku og samvisku- semi öll þau störf sem honum kunna að verða falin sem lögmanni, sbr. 1. mgr. 8. gr. lögmannalaga, nr. 77/1998 (LML). Sá, sem fengið hefur útgefið slíkt leyfi, héraðsdómslögmaður, getur ýmist starfað sjálfstætt, að uppfylltum þeim skilyrðum, sem fram koma í LML, sbr. t.d. 1. mgr. 12. gr. laganna, eða starfað hjá öðrum lögmanni eða lögmönnum og er hann þá undanþeginn skyldu að hafa opna skrifstofu og að hafa fjárvörslureikning og starfsábyrgðartryggingu. Sá lögmað- ur, sem hann starfar hjá, ber ábyrgð á fjárvörslum slíks starfsmanns síns og ber fébótaábyrgð á störfum hans að öðru leyti, sbr. 3. mgr. 11. gr. LML. Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. LML getur sá, sem telur lögmann hafa í starfi sínu gert á sinn hlut með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna, lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun á hendur lögmanninum. Í ákvæðinu er ekki greint milli þess hvort um sjálfstætt starfandi lögmann sé að ræða eða lögmann, sem starfar hjá öðrum lögmanni. Samkvæmt þessu er ekki úti- lokað að kvarta yfir háttsemi lögmanns vegna starfa hans, þótt hann starfi hjá öðrum lögmanni. Í stefnu [Z] gegn kæranda kemur fram að það var kærði [A] sem fór með fyrirsvar í dómsmálinu. Kærði [B] rit- aði undir stefnuna fyrir hönd kærða [A] og virðist að öðru leyti eingöngu hafa unnið að málinu í umboði hans. Úrskurðarnefndin telur rétt í þessu til- viki að líta svo á að kærði [A] hafi einn borið lögmannsábyrgð við málsóknina gagnvart kæranda, þ.á m. að því er varðaði ákvörðun um öflun, notkun og framsetningu gagna í dómsmálinu. Telst kærði [B] samkvæmt þessu ekki hafa gert á hlut kæranda með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna“. Minnihluti úrskurðarnefndar, sem reyndar komst einnig að þeirri nið- urstöðu að brotið hefði verið á rétti kæranda, taldi hins vegar báða lög- mennina ábyrga gagnvart kæranda, með þeim rökstuðningi að lögmanna- lögin gerðu ekki greinarmun á ábyrgð handhafa málflutningsréttinda eftir því hvort um sjálfstætt starfandi lög- mann væri að ræða eða undanþágulög- mann. Þeir sem á annað borð væru með virk málflutningsréttindi væru opinberir sýslunarmenn í skilningi 3. mgr. 1. gr. og eftir atvikum 8. gr. lög- mannalaga og ábyrgð sjálfstætt starf- andi lögmanns á undanþágulögmanni sem hjá honum starfaði á grundvelli 2. tl. 2. mgr. 12. gr., sbr. 3. mgr. 11. gr. laganna, takmarkaðist við fjárvörslu og fébótaábyrgð á störfum hans. Að öðru leyti hefði undanþágulögmaður, á grundvelli réttinda sinna, sjálfstæðar skyldur og sjálfstæða ábyrgð. Því taldi minnihluti nefndarinnar að enda þótt sá gerningur sem málið snérist um hafi verið unninn fyrir hönd hins sjálfstætt starfandi lögmanns gæti undanþágu- lögmaðurinn ekki skýlt sér á bak við það. Niðurstaða úrskurðarnefndar lög- manna í þessu máli verður vart túlkuð öðruvísi en svo að undanþágulögmenn geti, sem starfsmenn sjálfstætt starf- andi lögmanna, borið sjálfstæða faglega ábyrgð með sama hætti og vinnuveit- endur þeirra. Munurinn á réttindum og skyldum þeirra sem lögmanna felist eingöngu í því að undanþágulögmað- ur þarf ekki að hafa opna skrifstofu, hafa fjárvörslureikning og starfs- ábyrgðartryggingu, líkt og hinn sjálf- stætt starfandi lögmaður. Munurinn á niðurstöðu meiri- og minnihluta nefndarinnar liggur hins vegar í því að meirihlutinn telur að undanþágu- lögmaður geti losnað undan faglegri ábyrgð samkvæmt lögmannalögunum þegar hann í störfum sínum kemur fram eða undirritar skjöl fyrir hönd vinnuveitanda síns. Þessi niðurstaða úrskurðarnefnd- ar er mjög athyglisverð, hvort heldur sem litið er til niðurstöðu meiri- eða minnihlutans. Hún, eða öllu heldur lögmannalögin, setur undanþágulög- menn á lögmannsstofum í nokkuð erf- iða stöðu þar sem boð- og skipunarvald vinnuveitandans, á grundvelli vinnu- samnings tveggja aðila, getur leitt til þess að á þá fellur fagleg ábyrgð. Þessi staða getur reyndar einnig komið upp hjá þeim lögmönnum sem starfa á grundvelli undanþágu samkvæmt 1. tl. 2. mgr. 12. gr. lögmannalaganna, þ.e. gegna föstu starfi hjá opinberri stofn- un eða einkaaðila, en þó er sá grund- vallarmunur á að hinir síðarnefndu geta ekki veitt öðrum en vinnuveit- anda sínum þjónustu sem lögmenn á sama tíma og undanþágulögmaður á lögmannsstofu starfar alla jafna fyrir þriðja aðila.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.