Lögmannablaðið - 01.10.2006, Page 28

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Page 28
2 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 Á síðasta þingi var samþykktur fjöldi nýrra laga sem eru áhugaverð fyrir lögmenn. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir nokkrum af þeim nýmælum sem í lögunum felast. Lög nr. 139/2005 Um starfsmannaleigur Í lögunum er kveðið á um að hver sá sem vill veita starfsmannaleiguþjón- ustu hér á landi skuli tilkynna um það til Vinnumálastofnunar áður en starf- semi hefst. Með lögunum er starfsemi starfsmannaleiga frá öðrum ríkjum en EES-ríkjunum óheimil nema samn- ingar sem Ísland á aðild að heimili slíkt. Þá er kveðið á um að starfs- mannaleiga skuli hafa fulltrúa hér á landi. Vinnumálastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna og ber starfs- mannaleigu að afhenda Vinnumála- stofnun þær upplýsingar er stofnunin telur nauðsynlegar þ.m.t. ráðningar- samninga. Hafi Vinnumálastofnun krafist þess með hæfilegum fyrirvara að starfsmannaleiga fari að lögum og úrbætur hafa ekki verið gerðar, getur Vinnumálastofnun krafist þess að lög- regla stöðvi vinnu tímabundið eða loki starfsemi starfsmannaleigunnar tíma- bundið þangað til úrbætur hafa verið gerðar. Lög nr. 9/2006 Breytingar á höfundalögum nr. 73/ 1972 Með lögunum eru rýmkaðar heim- ildir einstaklinga til eftirgerðar eintaka af birtum verkum frá því sem nú er, þannig að fjöldatakmörkun eintaka er afnumin. Verða verkin þó að vera til einkanota eingöngu, og ekki gerð í fjárhagslegum tilgangi. Í lögunum er einnig að finna svokallaða „tæmingar- reglu“ sem kveður á um að hafi eintak af verki með samþykki höfundar verið selt eða með öðrum hætti framselt til annarra innan Evrópska efnahagssvæð- isins, sé frekari dreifing þess heimil. Kveða lögin á um að óheimilt sé að sniðganga tæknilegar ráðstafanir sem Nýsamþykkt lög frá Alþingi eru ætlaðar til þess að vernda verk svo og að framleiða, flytja inn, dreifa, selja, leigja, auglýsa til sölu eða leigu eða eiga í viðskiptalegum tilgangi búnað, vörur eða íhluti sem eru kynnt eða auglýst eða framleidd í því skyni að komast fram hjá tæknilegum ráðstöf- unum. Slík eintakagerð einstaklinga er þó refsilaus. Bannið gildir þó ekki um vernd tölvuforrita. Lög nr. 21/2006 Breytingar á lögum nr. 47/1993 um frjálsan atvinnu- og bú­­setu- rétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, og lögum nr. 37/2002 um atvinnuréttindi ú­­tlendinga. Lög þessi leggja þá skyldu á at- vinnurekanda að tilkynna til Vinnu- málastofnunar um ráðningu rík- isborgara Eistlands, Lettlands, Lit- háens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands eða Ungverjalands til starfa fram til 1. maí 2009. Tilkynningunni skal fylgja ráðningarsamningur sem tryggi útlendingnum laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Þá skal vinnu- málastofnun afhenda stéttarfélagi í viðkomandi starfsgrein á svæði því sem útlendingur skv. 1. mgr. starfar á afrit af ráðningarsamningi útlendings- ins óski stéttarfélagið eftir því enda liggi fyrir grunur um brot á gildandi kjarasamningi. Lög nr. 53/2006 Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum. Í lögunum er kveðið á um að ef sá sem telur sig rétthafa hugverkaréttinda eða sá sem lögum samkvæmt hefur heim- ild til að hagnýta þau, gerir sennilegt að einhver hafi brotið gegn þeim rétt- indum er heimilt að kröfu hans sem gerðarbeiðanda að afla sönnunargagna samkvæmt lögunum hjá viðkomandi sem gerðarþola. Sýslumenn og lög- lærðir fulltrúar þeirra veita atbeina til öflunar sönnunargagna á grundvelli laganna að undangengnum dóms- úrskurði. Sönnunar verður aflað á stað sem gerðarþoli hefur umráð yfir með athugun á öllum þeim gögnum og tækjum sem haft geta þýðingu við mat á því hvort og í hvaða mæli brotið hafi verið gegn hugverkaréttindum. Nær könnunin meðal annars til söluvöru, véla og framleiðslutækja, bókhalds- gagna, pöntunarseðla og kynning- arefnis

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.