Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 > 23 Að frumkvæði lagadeildar Háskól- ans í Reykjavík og mannréttinda- nefndar Íslandsdeildar evrópsku laganemasamtakanna (ELSA), og í samvinnu við LMFÍ, verður hald- in alþjóðleg ráðstefna um tjáning- arfrelsið í byrjun nóvember. Dagskráin í heild fylgir með blaðinu. Umræða um fjölmiðlaumhverfið á Íslandi og þróun á íslenskum fjölmiðla- markaði hefur ýtt undir umræðu um fjölmiðla almennt og hlutverk þeirra í lýðræðislegu samfélagi. Umræðan hefur tekið til hlutverks fjölmiðla í víðum skilningi og til tjáningarfrels- isins sem hornsteins lýðræðislegs sam- félags. Þá hefur umræðan einnig beinst að þeim takmörkunum sem tjáning- arfrelsið mögulega sætir vegna þeirr- ar siðferðilegu kröfu sem gerð er til fjölmiðla um vandaða og málefnalega umfjöllun, þar sem leitað er jafnvæg- is milli tjáningarfrelsisins, almanna- hagsmuna og hagsmuna einstaklinga. Ráðstefna af þessu tagi hefur það m.a. að markmiði að leggja þessari umræðu lið og efla hana. Umræða um tjáningarfrelsi og möguleg takmörk þess er ekki bundin við Ísland. Fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu fjalla um þetta efni. Það er því fengur af því að freista þess að setja umræðuna um fjölmiðla og tjáningarfrelsið í samhengi við þróun mála í öðrum ríkjum og hjá alþjóðlegum stofnunum og fá til landsins viðurkennda sérfræðinga um þessi efni sem hafa engin tengsl við hagsmunaaðila eða stjórnmálaöfl á Íslandi, til að ræða þessi efni á fræðilegan hátt. Viðburður þessi er sérstakur fyrir þá sök að skipuleggjendur hafa ákveðið að teygja arma sína út fyrir Evrópu og til landa og menningarheima sem eru okkur á margan hátt framandi. Þess vegna vísar yfirskrift ráðstefnunnar síðari daginn til hlutverks tjáningar- frelsisins í löndum þar sem lýðræð- isþróun er skammt á veg komin eða þar sem lýðræði er að festa sig í sessi. Í þessu samhengi er vert að minnast þeirra átaka sem urðu vegna mynd- birtinga danskra blaða af Múhameð spámanni, en í þeirri umræðu kristall- aðist m.a. þörfin á því að Vesturlönd standi fast á kröfu sinni um tjáningar- frelsið annars vegar og svo hins vegar þörfina á því að taka tillit til trúar- sannfæringar og trúartilfinninga mús- lima. Þessi umræða tengist ennfremur Tyrklandi, þar sem mikill meirihluti íbúa er múslimar en utanríkisstefna landsins miðar að því að festa Tyrkland í sessi sem vestrænt lýðræðisríki með aðild að ESB. Í Suður Afríku eru vandamálin annars eðlis en saga lands- ins er lituð af aðskilnaði kynþáttanna. Arfur fortíðarinnar kallar á ráðstafanir sem miða að því að eyða hatri og tor- tryggni milli ólíkra kynþátta til að treysta í sessi lýðræðislega stjórnar- hætti. Umræða af þessu tagi er til þess fallin að minna okkur á mikilvægi tjáningarfrelsisins í lýðræðislegu sam- félagi og fyrir viðgang þess. Um leið og ráðstefna þessi fjallar um efni sem hefur ríka skírskotun til umræðu um fjölmiða og tjáning- arfrelsi á Íslandi hin síðari misseri, er hún einnig liður í viðleitni til að efla og flytja alþjóðlega umræðu um lög- fræðilegt eða stjórnmálafræðilegt efni til Íslands. Ráðstefnan er auglýst víða í háskólum og stofnunum um Evrópu og þess þannig freistað að fá til lands- ins erlenda gesti til að taka þátt í umræðunni. Það er von skipuleggjenda að þessu framtaki verði vel tekið af íslenskum lögfræðingum og þeir sjái sér sem flest- ir fært að taka þátt í þessum viðburði. Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu Ráðs­tefna um tjáningarfrels­ið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.