Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 > 27 númer tvö á við er það áhyggjuefni og vekur spurningar um hvort vinnubrögð hæstaréttardómaranna séu nægilega vönduð og jafnframt, hvort að hinn mikli málshraði á hæstaréttarmálum komi niður á gæðum úrlausna dóms- ins. Ef þriðja valkosturinn á við vekur það sérstaka athygli að dómurinn rök- styður á engan hátt af hverju fallið sé frá þeirri samhljóða niðurstöðu dóm- aranna fimm í málinu nr. 117/2001, af hverju málsástæða um gildi lagareglu gagnvart stjórnarskránni komist ekki að nú þrátt fyrir niðurstöðu Hæstarétt- stöðu almennrar löggjafar gagnvart stjórnarskrá...“ og fjalla efnislega um hana. Í dómi Hæstaréttar í málinu 511/2005 var málsástæðunni hins vegar hafnað með svofelldum rökum: Við munnlegan málflutning fyrir Hæsta- rétti bar áfrýjandi fram þá málsástæðu, að 70. gr. laga nr. 81/2003 stæðist ekki meðalhófsreglu 72. gr. stjórnarskrárinn- ar og bæri því að víkja henni til hliðar. Þessari málsástæðu var ekki hreyft í hér- aði. Er hún því of seint fram komin og kemur ekki til álita. Þessi réttarfarslega niðurstaða er sýni- lega algerlega á skjön við niðurstöðu þeirra fimm dómara sem dæmdu mál- ið nr. 117/2001. III Þessi niðurstaða í málinu nr. 511/2005 að hafna því að málsástæðan um gildi lagareglu gagnvart stjórnarskránni komist að vekur upp ýmsar spurning- ar um Hæstarétt og vinnulag þar á bæ. Ekki síst um það fyrirkomulag að dóm- stóllinn skuli starfa í tveimur deildum. Hvað hið fyrra varðar þá kemur eitt af eftirgreindu til greina sem skýr- ing á þessu misræmi milli málanna; Í fyrsta lagi að málin nr. 511/2005 og nr. 117/2001 séu ekki sambærileg. Í öðru lagi að mistök hafi átt sér stað, að dómararnir í málinu nr. 511/2005 hafi hreinlega ekki munað eftir málinu frá 2001 við úrlausn málsins. Í þriðja lagi að stefnubreyting hafi orðið af hálfu réttarins. Fyrsta tilgátan á tæpast við enda vart sjáanlegt annað en málin séu algerlega sambærileg að því er varðar tímasetningu og efni málsástæðnanna. Í báðum tilvikum er málsástæða um gildi lagareglu gagnvart stjórnarskrá höfð uppi fyrir Hæstarétti. Ef tilgáta ar frá 2001. Í málinu nr. 511/2005 vís- ar Hæstiréttur ekki til dóms sem gengið hafi í millitíðinni um sömu niðurstöðu þar sem fram kemur sú stefnubreyting réttarins að málsástæður um gildi laga- reglu gagnvart stjórnarskrá skuli sæta sömu réttarfarslegu takmörkunum og gilda almennt um málatilbúnað fyrir dómstólum. Það er e.t.v. ekki einhlýtt að Hæstiréttur vísi til fyrri dóma en það eru þó mörg dæmi þess, sér í lagi í veigameiri málum þar sem stjórn- arskráin er undir. Í málinu 67/1999 er t.d. vísað um rökstuðning fyrir nið- urstöðu til annars máls. Þá var í mál- inu 38/2002 vísað til dóms „… Hæsta- réttar í dómasafni 1998, bls. 3740…“ Í báðum málunum var deilt um hvort tilteknar aðgerðir samræmdust stjórn- arskrá. Taldi Hæstiréttur ástæðu til þess, að minnsta kosti í þessum tilfell- um þegar hann rökstuddi ekki tiltekna niðurstöðu sína í dómi, að vísa til rök- stuðnings réttarins um niðurstöðuna til annars máls. Það var hins vegar ekki gert í málinu nr. 511/2005 og er þar af leiðandi ekki hægt að ráða af dómnum hvað olli þessari stefnubreytingu rétt- arins. Þetta misræmi á framangreindum dómum Hæstaréttar vekur m.a. þessar spurningar: Getur 3ja manna dómur í svokallaðri B deild Hæstaréttar ýtt til hliðar niðurstöðu fimm manna dóms í A deild réttarins? Er A deildin bundin af þessari úrlausn B deildarinnar? Eða er von á því að A deildin miði við nið- urstöðu málsins nr. 117/2001 þegar sambærilegt álitaefni kemur næst til kasta A deildarinnar? Mun B deild- in fylgja eftirleiðis fordæmi máls nr. 511/2005? Í framhaldi þessa má spyrja hvort að í reynd séu margir dómstól- ar undir safnheitinu „Hæstiréttur“? Hæstaréttardómarar eru níu talsins. Ljóst er að tölfræðilegir möguleikar á mismunandi samsetningu dómsins í þriggja og fimm manna deildum eru fjölmargir. Raunin er enda sú að dóm- stóllinn er mismunandi skipaður frá einu máli til annars sem að leiða kann af sér misræmi milli úrlausna hans. Niðurstaðan af þessum stuttu vanga- veltum er sú að ef til vill sé það fyr- irkomulag að reka Hæstarétt í tveimur deildum fremur óheppilegt og það sé í þágu aukins réttaröryggis að ganga skrefið til fulls og hafa dómstigin þrjú, breyta B deildinni formlega í millidóm- stig og hafa Hæstarétt í einni deild.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.