Lögmannablaðið - 01.10.2006, Qupperneq 16

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Qupperneq 16
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 Minningarmót Golfsumar LMFÍ hófst með minningarmóti um þá Guðmund Markússon, hrl., og Ólaf Axelsson, hrl. Mótið fór fram á Strandarvelli við Hellu fimmtudaginn 8. júní. Eftir góðan og hressandi skúr í upphafi móts voru allar golfaðstæður hinar bestu og völlurinn í fínu standi. Alls voru 15 keppendur að þessu sinni, sem er óvenju fámennt, og vekur upp þá spurningu hvort lögmenn séu eitthvað linir ef veðurhorfur eru ekki upp á það allra besta. Úrslit urðu þessi: Í keppni um Guðmundarbikarinn (án forgjafar) 1. Gísli G. Hall 27 p. 2. Rúnar Guðmundsson 25 - 3. Jóhannes Eiríksson 23 - Í keppni um Óla Axels bikarinn (með forgjöf ) 1. Brynjar Níelsson 34 p. 2. Gísli G. Hall 33 - 3. Guðmundur B. Ólafsson 33 - Gísli hafði fleiri punkta á seinni níu holunum. Dentalexbikarinn er okkar! Lögmenn hafa síðustu ár keppt í fjór- leik við tannlækna, lækna og end- urskoðendur. Fyrsta keppnin, fjórleik- ur við tannlækna, fór að þessu sinni fram í Grindavík 20. júní í allgóðu vorveðri sem endaði í haugarigningu. Átján leikmenn mættu fyrir hönd lögmanna og jafnmargir tannlæknar. Viðbúnaður var mikill og var kallað á tvær kempur úr Hæstarétti, þá Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf Börk Þorvaldsson, til að styrkja lið lög- manna. Lögmönnum hefur gengið vel með tannlækna síðustu ár og ljóst var að bikar sem keppt hefur verið um frá árinu 1990 gæti unnist til eignar ef við hefðum betur í ár. Fór svo að lögmenn knúðu með harðfylgi fram sigur með litlum mun eða fjórum vinningum á móti fimm. Tannlæknar gefa næsta bikar og hótuðu grimmilegum hefndum. Völlurinn í Grindavík var frábær og móttökur allar hinar bestu. Lögmenn kepptu við lækna á Strandarvellinum á Hellu í byrjun júlí og töpuðu að þessu sinni. Fyrirhugaðri keppni við endurskoðendur sem átti að halda 24. ágúst á Kiðjabergsvelli var síðan frestað. Þegar nær dró leikdegi varð ljóst að endurskoðendur voru svo fáliðaðir að ekki var um annað að ræða en að afbóka völlinn og aflýsa keppninni. Í viðræðum um nýjan leik- dag voru keppendur komnir svo langt fram á haustið að rétt þótti að fresta leiknum þetta árið. Lagt hefur verið að endurskoðendum að nota veturinn vel og koma með tillögu að leikdegi næsta sumar. Meistaramót LMFÍ Meistaramótið var haldið föstudaginn 1. september á Garðavelli Leynismanna á Akranesi. Veður var hið besta og þátttakendur 25 sem allir luku keppni með sæmd. Meistari LMFÍ þetta árið varð Jóhannes Karl Sveinsson en úrslit urðu annars sem hér segir: Með forgjöf Jóhannes Karl Sveinsson 71 Geir Gestsson 72 Indriði Þorkelsson 73 Án forgjafar Gísli Guðni Hall 80 Ásgeir Eiríksson 81 Jóhannes Karl Sveinsson 83 Í skálanum beið keppenda vel grillað folaldafille og öl að hætti hússins en styrktaraðili mótsins var KB banki hf. Golfmót LMFÍ 2006 Verðlaunahafar á minningarmóti um Guðmund Markússon og Ólaf Axelsson. Fv. Guðmundur B. Ólafsson, Brynjar Níelsson, Gísli G. Hall, Rúnar Guðmundsson og Jóhannes Eiríksson. Keppendur á minningarmóti um Guðmund Markússon, hrl., og Ólaf Axelsson, hrl. Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu eru tvö herbergi á annari hæð að Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Henta vel fyrir lögmannsstofur. Lög & réttur ehf. – Sími: 561 5525.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.