Lögmannablaðið - 01.10.2006, Síða 15

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Síða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 > 5 Hópur LMFÍ ásamt gestgjöfum sínum hjá Morgan Lewis & Bockius LLP tæki lyftu upp á efri hæðirnar nema gefa sig fram í móttökunni. Athyglisvert var hversu mikla áherslu viðmælendur okkar lögðu á „pro bono“ vinnu stofunnar og augljóst að litið er á þátttöku í sjálfboðaliðastarfi sem auglýsingu fyrir stofuna. Þetta var nokkuð framandi fyrir íslenska lögmenn sem hafa talið eðlilegt að ríkisvaldið greiði lögmannsþjónustu að ákveðnu marki, m.a. fyrir hina efnaminni, fremur en að vel borgandi skjólstæðingar greiði niður lögmanns- þjónustu fyrir þennan hóp. Einnig var eftirtektarvert að heyra um brottfall og hækkandi meðalaldur lög- manna og spurning hvort við gætum lært eitthvað af lögmannafélagi þeirra í San Francisco um námskeiðahald fyrir hina yngri í stéttinni til að sporna við þessari þróun sem vissulega er líka fyrir hendi hér á landi. Að lokinni fróðlegri heimsókn hélt hóp- urinn niður að höfninni léttur í spori. Þar er iðandi mannlíf og flest okkar settust niður, nutu sólar og nærðu sig áður en haldið var í næstu heimsókn í San Francisco Bar Association. Við gátum þó alltént glaðst yfir því að óverulegar líkur séu á því að verða fyrir skotárásum á fundum með skjólstæð- ingum okkar heima á Fróni. Erla S. Árnadóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.