Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 6

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands 8. maí sl. sagði Lárentsínus Kristjáns­ son hrl., formaður að félagið hefði á síðasta starfsári sínu háð varnar­ baráttu til að viðhalda grundvallar­ gildum í þjóðfélaginu og löggjöf hér á landi. Stjórn félagsins gerði alvarlegar athugasemdir við starfshætti Alþingis í desember 2008 vegna lagasetningar í tengslum við hrun íslenska fjármála- kerfisins. Fjöldi frumvarpa sem vörðuðu grundvallarmálefni fóru í gegnum þingið á miklum hraða og oft á tíðum var óskað umsagna Lögmannafélagsins með mjög skömmum fyrirvara. Mikið álag var á laganefnd félagsins og þakkaði Lárentsínus nefndinni sérstak- lega fyrir óeigingjarnt starf. Atlaga að þagnarskyldu Lárentsínus sagði að atlaga hefði verið gerð að grundvallarréttindum þegar lagt hafi verið til að afnema þagnarskyldu lögmanna með frumvarpi til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Hafi Lögmanna- félagið meðal annars leitað til forseta Alþingis og átalið vinnubrögð lög- gjafans. Tekist hafi að hrinda atlögunni og kom sem betur fer ekki til þess að erlend lögmannasamtök þyrftu að beita sér en það sýndi alvarleika málsins að slíkt hafi yfirhöfuð þótt koma til greina. Störf verjenda og réttargæslumanna Lárentsínus sagði að upp á síðkastið hefðu eldri hugmyndir um að fara einhvers konar útboðsleið hvað varðar störf verjenda og réttargæslumanna verið endurvaktar. Stjórn Lögmanna- félagsins hefði mótmælt þessu en viðbúið væri að atlaga yrði gerð að kerfinu fljótlega sem lögmenn og félagið þyrftu að bregðast skjótt við. Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Formaðurinn vék jafnframt að erlendu samstarfi félagsins, einkum á vettvangi CCBE og við norræn lögmannafélög. Hann væri sannfærður um að slíkt samstarf væri nauðsynlegt. Gagnrýni á störf félagsins Á fundinum kvaddi Ragnar Hall hrl., sér hljóðs og sagðist hafa velt fyrir sér stöðu og hlutverki Lögmannafélagsins með vísan til 2. gr. samþykkta félagsins. Að hans mati hefði félagið ekki rækt þetta hlutverk sitt með nægilega ákveðnum hætti á síðasta starfsári. Ragnar nefndi sérstaklega ákvæði laga nr. 125/2008 um málshöfðunarbann gegn fjármálafyrirtækjum en hann hefði ekki orðið þess var að stjórn Lögmanna- félagsins hefði mótmælt setningu þeirra á opinberum vettvangi. Ekki hefði verið fullnægjandi af hálfu stjórnar félagsins að fela laganefnd að koma athuga- semdum á framfæri við Alþingi vegna frumvarpsins enda hefði rétti þegnanna til að bera ágreiningsefni undir dóm- stóla verið ógnað og gæti það ekki stað- ið neinum nær en lögmönnum að bregðast við. Lárentsínus fagnaði því að Ragnar vekti athygli á þessu málefni og tók fram að stjórn félagsins hefði vissulega getað beitt sér með öflugri hætti. Kosningar Lárentínus Kristjánsson hrl. var endurkjörinn formaður LMFÍ. Hörður Felix Harðarson hrl. og Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. voru kosin í stjórn til tveggja ára en áfram sátu Heimir Örn Herbertsson hrl. og Hildur Friðleifsdóttir hdl. Í varastjórn voru kosnir Óskar Sigurðsson hrl., Jónas Þór Guðmunds- son hrl. og Ólafur Einarsson hrl. Skoð- unar menn félagsins voru kosnir Gústaf Þór Tryggvason, hrl., og Othar Örn Petersen, hrl., og til vara Þorbjörg I. Jónsdóttir, hrl. Í laganefnd félagsins voru kosin Eva Bryndís Helgadóttir hrl., Gísli G. Hall hrl., Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl., Viðar Lúðvíksson hrl., Eva Margrét Ævars- dóttir hdl., Kristín Benediktsdóttir hdl. og Jón Elvar Guðmundsson hdl. Aðalfundur LMFÍ 2009 Varnarbarátta í algleymingi Lárentsínus Kristjánsson hrl., formaður LmFÍ. Ragnar H. Hall hrl. 2. gr. samþykkta LMFÍ hljóðar svo: Tilgangur félagsins er a) að sinna lögboðnu eftirlits- og agavaldi, b) að gæta hagsmuna lögmanna- stéttarinnar, c) að stuðla að samheldni og góðri samvinnu félagsmanna, d) að standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar, e) að stuðla að framþróun réttar- ins og réttaröryggis.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.