Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 16

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Pro bono publico Samfélagsleg skylda lögmanna? 15 ár frá stofnun Lögmannavaktarinnar Í febrúar 1994 hóf Lögmannavaktin starfsemi og var til að byrja með í Dómhúsinu við Lækjartorg. Ragnar Aðalsteinsson, þáverandi formaður LMFÍ, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þessa að talsvert væri um að fólk héldi ekki fram rétti sínum gagnvart einkaaðilum og stjórnvöldum vegna ókunnugleika og efnaleysis. Síðan þá hafa lögmenn komið hvern þriðjudagseftirmiðdag yfir vetrartímann á skrifstofu félagsins og veitt almenningi ókeypis ráðgjöf. Um 90 lögmenn skipta á milli sín að koma og veita þjónustuna en ætla má að virði hennar sé að minnsta kosti tvær milljónir á ári. Til hagsbóta fyrir almenning Pro bono publico kemur úr latínu og merkir „til hagsbóta fyrir almenning“. Pro bono er notað um lagalega ráðgjöf eða aðra sérfræðiráðgjöf sem er veitt án þess að ætlast sé til þóknunar. Þannig má segja að vinagreiðar falli ekki undir þessa skilgreiningu heldur frekar aðstoð við óskylda aðila, almenning. Verðir réttlætisins Flestir starfandi lögmenn veita öðru hvoru ráðgjöf sem fellur undir skilgreiningu pro bono og í einstaka tilfellum taka þeir að sér málarekstur undir þessum formerkjum. Það er misjafnt hvernig lögmenn líta á pro bono en fæstar lögmannsstofur hafa ákveðna stefnu varðandi ókeypis lögfræðiaðstoð og enginn er velta fyrir sér andvirði þess sjálfboðastarfs. Í Bandaríkjunum hafa lögmannsstofur markað sér stefnu varðandi sjálfboða- liðastörf lögmanna, hvert andvirði þessarar þjónustu er til samfélagsins og nota það í markaðssetningu stofanna. Á Íslandi hafa lögmenn hins vegar ekki markað sér stefnu, spá ekkert í andvirðið og líta frekar á það sem einka mál ef þeir stunda slíkt. Að styðja samborgarana Sumir lögmenn álíta að þeir hafi samfélagslega skyldu vegna sérfræði- þekkingar sinnar. Í stuttri könnun sem Lögmannablaðið gerði sagði einn lögmaður að hann hefði alist upp í samfélagi sem byggðist á samhjálp: „Ég hef alla tíð haft pro bono mál. Lögmenn hafa samfélagslegar skyldur, að hjálpa og styðja samborgarana og það er töluverð vinna hjá okkur við að hjálpa fólki án þess að gefa út reikning eða ætlast til greiðslu, nánast á hverjum degi. Svo skoðum við það og metum að Umfjöllun Síðastliðin 15 ár hefur Lögmannafélagið staðið fyrir ókeypis lögfræðiráðgjöf á skrifstofu félagsins vikulega yfir vetrar mánuðina og aðsókn hefur aldrei verið meiri en nú. Einnig er talsvert um að lögmenn veiti almenningi ókeypis lögfræðiráðgjöf og taki jafnvel að sér svokölluð pro bono mál án þess að slíkt hafi farið hátt í fjölmiðlum. En hvað er fyrirbærið „Pro bono publico“? Hafa lögmenn samfélagslegar skyldur vegna sérþekkingar sinnar? Hvað segja lögmenn sjálfir? „Ég hef enga stefnu um pro bono. Maður lendir oft í að bjarga einstaklingum þegar byrjað er að fljóta undan þeim.“ Lögmaður „Stundum tökum við mál sem eru réttlætismál og ég tel að stofan eyði milli 50-100 klukkustundum á ári í svona vinnu.“ Lögmaður

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.