Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 18

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Qupperneq 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Umfjöllun Indriði Þorkelsson hrl. tók í fyrsta skipti þátt í Lögmannavaktinni í byrjun júní sl. Hann hefur starfað sem lögmaður í tæplega aldarfjórðung og síðast þegar beðið var um sjálfboðaliða á vaktina ákvað hann að svara kalli Lögmanna- félagsins. „Með þessu vil ég taka þátt í störfum Lögmannafélagsins og þetta er sjálfsögð þjónusta sem veitir ekkert af,“ sagði hann í samtali við Lögmannablaðið. Hvernig fólk sótti vaktina í þetta sinn? „Þetta var öll flóran en allir áttu það sameiginlegt að bera upp lögfræðileg vandamál, af ýmsum stærðum og gerðum. Það er greinilegt að efnahags- hrunið hefur áhrif því þarna kom fólk með mjög erfiða fjárhagsstöðu. Svo voru reyndar einnig skilnaðar- og sifjaréttarmál. Af þeim sex sem sóttu vaktina þurftu þrír meiri lögmanns- aðstoð en ég gat veitt með stuttu viðtali. Hinum gat ég leiðbeint áfram.“ Sinnir þú „pro bono“ í starfi þínu sem lögmaður? „Ég hef alltaf gert eitthvað af því. Ég hygg að það fylgi hreinlega þessu starfi að þurfa í einhverjum tilvikum að aðstoða einstaklinga án þess að greitt sé fyrir þjónustuna. Slík tilvik geta veitt manni ánægju, þetta eru oft einstakl- ingar með margvísleg vandmál og maður öðlast meiri reynslu og fær þakklæti fyrir aðstoðina ef vel gengur.“ Um 90 lögmenn skipta á milli sín að koma á skrifstofu LMFÍ einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina til að veita almenningi ókeypis lögfræðiráðgjöf. Auk þess eru nokkrir nýir lögmenn tilbúnir að taka þær vaktir sem losna en að sögn Ingimars Ingasonar, fram- kvæmdastjóra LMFÍ, hefur aldrei verið mikið mál að fá lögmenn til að taka þátt í þessu starfi Lögmanna félagsins. „Þetta er gríðarlega mikilvæg og að sama skapi vel þegin þjónusta, sérstaklega í dag. Fjöldi fólks stendur nú frammi fyrir miklum breytingum á sínum högum en fjárhagslegum erfið- leikum fylgir oft persónulegur ágrein- ingur og fleiri vandamál. Þótt lög- manna vaktinni sé í sjálfu sér ekki ætlað að leysa þessi vandamál geta lögmenn- irnir sem henni sinna verið nokkurs konar vegvísar sem veita upplýsingar um réttarstöðu hlutaðeigandi og benda á hvaða leiðir séu í boði,“ segir Ingi- mar. Hvernig skipuleggur félagið vaktina? „Lögmannavaktin er að jafnaði skipu- lögð í rúmt ár í senn, allt eftir því hversu margir lögmenn eru skráðir á vakta- listann hverju sinni. Þegar líður að endurnýjun sendum við tölvupóst á sjálfstætt starfandi lögmenn og fulltrúa þeirra sem komið hafa nýir inn í félagið frá útgáfu síðasta lista og gefum þeim kost á að skrá sig fyrir vöktum. Einn aðalmaður er fyrir hvern þriðjudag og annar til vara sem mætir aðeins ef aðalmaður forfallast eða bókanir á vaktina fara yfir tiltekinn fjölda.“ Er erfitt að fá lögmenn til að koma og veita þessa þjónustu? „Nei, í sjálfu sér hefur það ekki verið mikið mál að fá nýja lögmenn til að taka að sér vaktir enda koma þeir oftast einungis einu sinni til tvisvar á ári. Það er hins vegar töluverð endurnýjun í þeim mannskap sem sinnir Lögmanna- vaktinni og fáir sem gefa sig í þetta lengur en þrjú til fjögur ár.“ Vegvísir í völundarhúsi laganna Veitir ekki af þjónustunni ingimar ingason, framkvæmdastjóri LmFÍ. indriði Þorkelsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.