Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 19

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Side 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 19 Formannspistill Ályktun sem stjórn Lögmannafélags Íslands sendi frá sér á dögunum vakti talsverð viðbrögð. Er um viðbrögðin þó einkum skírskotað til umræðna á spjallvefjum þar sem menn fóru oft mikinn og vildu sumir hverjir meina að oftar en ekki væru annarleg sjónarmið sem byggju að baki því þegar lögmenn teldu ástæðu til að álykta með þessum hætti. Ég kveinka mér ekki undan gagnrýni þótt mér finnist þessi nálgun ómakleg en bendi þó á að í ályktuninni var fyrst og fremst minnt á nokkur grundvallaratriði réttarríkis líkt og stjórn félagsins hefur gert nokkrum sinnum frá því bankakerfið í landinu hrundi í október sl. og sem stjórnir félagsins hafa auðvitað gert margsinnis áður. Ég tel að það geti aldrei verið nema til góðs að rifja upp reglulega slík grund- vallarréttindi og þá kannski sérstaklega á miklum óvissu- og óróatímum. Lög- manna félag Íslands mun fyrir sitt leyti halda því áfram í hvert sinn sem ástæða þykir til. Hitt er einnig mjög mikilvægt að ef við Íslendingar teljum að gera þurfi einhverjar eða eftir atvikum meiriháttar breytingar á réttarkerfi okkar og þá einkum refsivörslunni, eins og mest hefur verið rætt um undanfarið, þá verður sú umræða að vera yfirveguð og upplýst. Grundvallarbreytingar hafa í gegnum tíðina orðið á löggjöf og stjórnskipan þjóða eftir mikil áföll eða átök. Ég er þess fullviss að þegar mesta rykið er sest og við sjáum loksins til sólar eftir þessar efnahagslegu hamfarir sem á okkur hafa dunið þá eigi eftir að halda áfram og ef eitthvað er, aukast umræða um það lagaumhverfi sem við höfum búið okkur og það hvernig það hefur þá nýst okkur til að bregðast við og leysa úr þeim úrlausnarefnum sem blasa við allt um kring. Umræðan Lárentsínus Kristjánsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.